laugardagur 20. j˙lÝ 07 2019

  Um okkur – fyrir ykkur

Meðferðin hefur verið í stöðugri þróun síðan haustið 1997 og er það eitt af aðaleinkennum hennar að vera að taka endalausum breytingum dag frá degi.

Þessi mikli sveigjanleiki í innra starfi gerir það að verkum, að  auðveldara er að mæta þörfum skjólstæðinga, mun meir en gengur og gerist í almennum meðferðum og veitir sértækum úrræðum meira rými til aðgerða.

Meðferðarheimilið í Krýsuvík er framsæknasta meðferðarúræði í Evrópu sem völ er á í dag.

Vímuefnaráðgjafar Krýsuvíkur eru með alþjóðleg ICRC réttindi í vímuefnaráðgjöf á sviði fíknisjúkdóma.

Meðferðin er hágæða einstaklingsmiðuð langtímameðferð þar sem öll vinna við skjólstæðinga er unnin af fagfólki og er leitast við eftir fremsta megni að hjálpa/leysa þá hluti í fari skjólstæðings, sem hafa tafið hann í þroska eða haldið honum utan við samfélagið í lengri eða skemmri tíma.

Mikil samvinna við aðra fagaðila hefur einkennt starf meðferðarinnar og hefur þessi aðkoma annarra skilað sér til skjólstæðinga með miklu meiri árangri en gengur og gerist í sambærilegum meðferðum.

Krýsuvík er að mörgu leyti einkar hentugur staður til þess að bjóða upp á meðferð af þessu tagi, fjarri höfuðborginni í kyrrð og ró með mikilfenginni náttúru.