laugardagur 20. j˙lÝ 07 2019

Staðsetning.

Meðferðarheimilið Krýsuvík er staðsett sunnan megin á Reykjanesskaga rétt um 20 km fyrir utan Hafnarfjörð, eða um 30 min akstur.

Fegurð svæðisins er með eindæmum,náttúran er hrjúf og kraftur sem  kemur úr yðrum jarðar virkar heillandi. Auðvelt er að stunda útivist í Krýsuvík og eru þar margar merktar gönguleiðir.

Hverasvæði eru mörg í grennd við heimilið og getur það verið upplífgandi að ganga um jörð sem er stöðugt í mótun. Kleifarvatn er skammt frá og er þar gott göngusvæði í nágrenninu.

Þrjár leiðir eru til Krýsuvíkur, frá Hafnarfirði, Þorlákshöfn og Grindavík. Frá Hafnarfirði er rétt um 30 mín akstur, frá þorlákshöfn er 60 mín og frá Grindarvík er um 45mín.