laugardagur 20. j˙lÝ 07 2019

Skrifstofa

Skrifstofa Krýsvíkursamtakanna er að Austurgötu 8 Hafnarfirði.

Skrifstofan er opin:                                                                          

Þriðjudaga frá:09:00-12:00                                                                                               Fimmtudaga frá: 09:00-12:00

Krýsuvíkursamtökin

Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð 24.apríl 1986, og eru samtök einstaklinga og fyrirtækja sem hafa það að markmiði, að starfrækja Meðferðarheimilið í Krýsuvík, til hjálpar þeim einstaklingum, sem ánetjast hafa vímuefnum og af þeim ástæðum misst stjórn á lífi sínu.

Megináherslan er hjálp til sjálfshjálpar fyrir vímuefnaneytendur, sem ekki hafa náð árangri á hefðbundnum meðferðarstofnunum. Krýsuvíkursamtökin eru meðlimur í European Federation of Therapeutic Communities.

Viltu gerast félagi í Krýsuvíkursamtökunum

Að gerast félagi í Krýsuvíkursamtökunum er í sjálfu sér lítið mál, en mikilvægt. Það er fyrir tilstuðlan félaga og fyrirtækja í samtökunum að Krýsuvík gengur, stór og smá framlög hafa í gegnum árin gert það að verkum að Meðferðarheimilið
í Krýsuvík er enn til staðar fyrir vímuefnaneytendur.