Sjónarhóll

Sjónarhóll áfangaheimili, var stofnað síðla árs 2017. Pláss er fyrir 5 konur, sem hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, og eru að fóta sig eftir meðferðina. Sótt er um dvöl á Sjónarhóli af ráðgjöfum á meðferðarheimili/stöðum eða viðkomandi einstaklingi. Innritun á Sjónarhól er alla jafna beint eftir meðferð. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 565 5612 eða hjá dagskrárstjóra á netfangið sjonarholl@krysuvik.is

Mánaðargjald er 115.000.– og greiðist fyrsta hvers mánaðar.

Dvalartími er allt að einu og hálfu ári.

Heimiliskonur hafa allar með höndum dagleg verkefni innan heimilisins. Um leið og þær fá handleiðslu við að sinna áfram sínu bataferli til að standa á eigin fótum svo sem að sækja AA fundi, markmiðasetja sig og sinna áhugamálum.