Skip to main content

Vinnufélagi

Vinnufélagar er félagsskapur einstaklinga, sem hafa það að markmiði að taka til hendinni í Krýsuvík. Það er bara þannig, að margar hendur vinna létt verk og það er einmitt hugmyndin með þessu félgsskap. Oft er það nú þannig, að hér í Krýsuvík erum við stórhuga og við getum alls ekki alltaf framkvæmt þetta upp á okkar einsdæmi enda hafa margir komið að þessu á einn eða annan máta um langt skeið. Því annars væri Krýsuvík ekki í þeirri mynd sem hún er í dag.

Það er verið að laga eitt og annað sem snýr að ytri umgjörð meðferðinnar og oft er það nú þannig að það vantar einn, tvo eða tíu, kannski bara part úr degi og er þá gott fyrir staðarhaldara að geta hringt og hóað í nokkra til að leggja hönd á plóginn.

Vinnufélagar taka ekki laun fyrir störf sín en þiggja góðan félagsskap ásamt fæði og kaffi meðan á vinnutíma stendur.