Skip to main content

Krýsuvíkursamtökin

Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð 24. apríl 1986 og starfrækja meðferðarheimilið í Krýsuvík. Samtökin standa saman af einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa það að markmiði að hjálpa þeim sem ánetjast hafa vímuefnum og af þeim ástæðum misst stjórn á lífi sínu.

Á meðferðarheimilinu í Krýsuvík starfa áfengisráðgjafar, áfallaráðgjafar, framkvæmdarstjóri, læknir, matreiðslumenn, staðarhaldari og kennarar.

Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð 24. apríl 1986 og starfrækja meðferðarheimilið í Krýsuvík. Samtökin standa saman af einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa það að markmiði að hjálpa þeim sem ánetjast hafa vímuefnum og af þeim ástæðum misst stjórn á lífi sínu.

Krýsuvíkursamtökin er meðlimur í European Federation of Therapeutic Communities.

Á meðferðarheimilinu í Krýsuvík starfa áfengisráðgjafar, áfallaráðgjafar, framkvæmdarstjóri, læknir, matreiðslumenn, staðarhaldari og kennarar.

um okkur

Meðferðin á Krýsuvík hófst árið 1986 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Meðferðin er einstaklingsmiðuð langtímameðferð þar sem öll vinna við skjólstæðinga er unnin af fagfólki og er leitast við eftir fremsta megni að hjálpa/leysa þá hluti í fari skjólstæðings, sem hafa tafið hann í þroska eða haldið honum utan við samfélagið í lengri eða skemmri tíma.  Eitt af aðaleinkennum meðferðarinnar er sveigjanleiki og að vera í endalausri þróun frá degi til dags. Þessi mikli sveigjanleiki í innra starfi gerir það að verkum, að auðveldara er að mæta þörfum skjólstæðinga, mun meir en gengur og gerist í almennum meðferðum og veitir sértækum úrræðum meira rými til aðgerða.  

Vímuefnaráðgjafar Krýsuvíkur eru með alþjóðleg ICRC réttindi í vímuefnaráðgjöf á sviði fíknisjúkdóma.   Mikil samvinna við aðra fagaðila hefur einkennt starf meðferðarinnar og hefur þessi aðkoma annarra skilað sér til skjólstæðinga með frábærum árangri. Krýsuvík er að mörgu leyti einkar hentugur staður til þess að bjóða upp á meðferð af þessu tagi, fjarri höfuðborginni í kyrrð og ró með mikilfenginni náttúru.

Krýsuvíkurskóli

Árið 1967 sameinast sveitarfélögin í Reykjanesumdæmi og ríkissjóður um að reisa heimavistarskóla í Krýsuvík í samvinnu við Sumarbúðanefnd þjóðkirjunnar. Byggingarframkvæmdir hefjast og skólinn er reistur þ.e.a.s hann er tilbúinn undir tréverk. Tilgangurinn með byggingu þessa skóla var að koma á fót heimarvistarskóla fyrir unglinga, sem áttu í erfiðleikum og féllu ekki inn í skólakerfið. Þegar byggingu skólans var lokið kom í ljós að hugmyndir manna um uppeldis- og skólamál höfðu breyst. Nú þótti æskilegra að unglingar með vandamál væru látnir aðlaga sig hefðbundnu skólastarfi og öfugt. Sátu því sveitarfélögin og ríkissjóður uppi með húsnæði fyrir 60 unglinga, sem enginn vildi nota. Aðeins einu sinni hefur skólinn verið notaður áður, þegar svínabóndi nokkur fékk að geyma gripi sína þar í nokkra daga. Eins og með önnur hús sem ekki eru nýtt og haldið við var skólinn farinn að láta á sjá.  Flestar rúður brotnar, ofnar fjarlægðir og leki kominn í þakið, mátti því þetta veglega skólahús muna sinn fífil fegri.

Árið 1984 var skólinn auglýstur til sölu. Þeir sem stóðu að tilboði í skólann voru hópur manna sem vildi vinna að því að hjálpa þeim unglingum, sem höfðu ánetjast vímuefnum.

31. Janúar 1986 samþykkti ríkissjóður, sem átti 75% skólans og sveitarfélög sem áttu 25%  að selja fyrrnefndum aðilum skólann. Þessi hópur heitir í dag Krýsuvíkursamtökin.  Krýsuvíkursamtökin voru því í byrjun stofnuð til þess að reka meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 14-20 ára, sem eiga við vímuefnavandamál að stríða. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. 

Stjórn

Félögin Krýsuvíkursamtökin og Meðferðarheimilið Krýsuvík starfa samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. Í félögunum er starfrækt fulltrúaráð, sem skipað er 15 einstaklingum og 6 manna stjórn

.

.

.

.

.

.

Fulltrúaráð Krýsuvíkur

Fulltrúaráð Krýsuvíkur 2023: Árni Guðmundsson, Ásthildur Sturludóttir, Dr. Ársæll Már Arnarson, Björg Fenger, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dagný Berglind Gísladóttir, Gestur Pálmason, Guðrún Magnúsdóttir, Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, Kristinn Geirsson, Lárus Welding, Ólafur Sveinsson, Rakel Garðarsdóttir, Dr. Sigrún Sigurðardóttir & Valgeir Ástráðsson.

UMSÓKNIR

Tekið er á móti umsóknum eftir meðferðarplássi í Krýsuvík á Austurgötu 8, í Hafnarfirði, alla þriðjudaga kl. 10:00–12:00

Tekið er á móti umsóknum símleiðis ef viðkomandi býr úti á landi, í síma 565 5612

KRÝSUVÍK

Krýsuvíkursamtökin

krysuvik@krysuvik.is

Kt: 560991–1189

Facebook

SKRIFSTOFA

Austurgata 8

220 Hafnarfjörður

+354 565 5612