Meðferðin

Meðferðin er byggð á 12 spora kerfinu og er að lágmarki 6 mánuðir. Unnið er með flest alla þætti fíknisjúdóms, þar með talið úrvinnsla áfalla á lífsleiðinni. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og miðast við að mæta þörfum hvers og eins.

Stór hluti af meðferð einstaklinga fer fram í einkaviðtölum en einnig eru morgunfundir, grúppur, fyrirlestrar, kennsla, líkamsrækt, göngutúrar, AA fundir svo eitthvað sé nefnt.

Meðferðin fer fram í þægileg og rólegu umhverfi fjarri höfuðborginni þar sem einstaklingurinn fær frið og ró til að vinna úr sínum málum í kraftmikilli náttúru.

Krýsuvík rekur einnig áfangaheimili Sjónarhól fyrir konur. Áfangaheimilið er fyrst og fremst hugsað fyrir konur sem klára meðferð á Krýsuvík. Konur sem ekki hafa klárað meðferð á Krýsuvík geta þó sótt um.

Nánar