Eitt af aðalmarkmiðum Krýsuvíkur er að brúa það bil sem er á milli skjólstæðings og samfélagsins.
Annar ekki síður mikilvægur þáttur í starfsemi Krýsuvíkur er að gera heimilsfólki kleift í þægilegu og öruggu umhverfi að vaxa og þroskast sem persónur og að fá tækifæri til að endurheimta getu sína (lífsleikni) til að komast aftur inn í samfélagið sem einstaklingar með sjálfsvirðingu.
Við trúum því að bati geti verið upphaf að nýjum lífsstíl. Við sýnum fram á að líf án vímugjafa þarf ekki að vera leiðinlegt og flatt.
Það að geta aukið sjálfsvirðingu að því marki að vandamál verða verkefni sem okkur þykir eðlilegt að takast á við, þannig að við færumst nær því markmiði að eignast ánægjulegan og heilbrigðan lífsstíl.
Í gegnum þá vinnu fáum við tækifæri sem engan hefði dreymt um að gæti verið jafnnærri og raun ber vitni um.
Að hjálpa einstaklingum til að skilja að líf án vímugjafa sé áhugavert og skemmtilegt, er álíka mikilvægt viðhorf til prógramsins eins og agi, skipulag og heilbrigt jafnvægi edrúmennskunar.
Okkar heimspeki byggist á því að varanleg edrúmennska sé möguleg. Það er undir þér komið hvort að þú hafir áhuga á því og okkar að gera það mögulegt með því að aðlaga meðferðina að þínum þörfum.