Skip to main content

Starfsemin

Eitt aðalmarkmið Krýsuvíkur er að brúa bilið á milli skjólstæðinga okkar og samfélagsins. Annar ekki síður mikilvægur þáttur í starfsemi Krýsuvíkur er að gera skjólstæðingum okkar kleift að vaxa og þroskast sem persónur og að fá tækifæri til að endurheimta lífsleikni til að komast aftur inn í samfélagið sem virkir þjóðfélagasþegnar. Við trúum því að sá bati sé upphafið að nýjum lífsstíl. 

Markmiðið er að geta aukið sjálfsvirðinguna að því marki að vandamál verða verkefni sem okkur þykir eðlilegt og auðvelt að takast á við. Þannig færumst við nær því að eignast ánægjulegan og heilbrigðan lífsstíl. Í gegnum vinnuna á Krýsuvík fá skjólstæðingar okkar tækifæri sem þá hefði dreymt um að gæti verið jafn nærri og raun ber vitni.

Við trúum því að allir eigi séns á varanlegri edrúmennsku. Það er undir starfsfólki á Krýsuvík komið að gera það sem við getum til að skjólsæðingar okkar útskrifist með meiri lífsleikni, séu búnir að taka til í aðkallandi málum og geti einbeitt sér að áframhaldandi endurhæfingu og bata.