Krýsuvík er meðferðastofnun fyrir fólk með fíknisjúkdóma. Eitt aðalmarkmið Krýsuvíkur er að brúa bilið á milli skjólstæðinga og samfélagsins. Annar ekki síður mikilvægur þáttur í starfsemi Krýsuvíkur er að gera skjólstæðingum okkar kleift að vaxa og þroskast sem persónur og að fá tækifæri til að endurheimta lífsleikni til að komast aftur inn í samfélagið sem virkir þjóðfélagasþegnar. Við trúum því að sá bati sé upphafið að nýjum lífsstíl.
Biðlisti Krýsuvíkur er langur og stefnum við á það á næstu misserum að stækka aðstöðuna til að geta tekið fleiri einstaklinga inn af biðlista og gefa fleirum tækifæri og von.
Sem félagi í Krýsuvíkursamtökunum leggur þú þessu mikilvæga starfi lið, kemur okkur nær því markmiði að bæta við nýrri álmu á jarðhæð Krýsuvíkurskólans, en framkvæmdir eru þegar hafnar.
Árgjaldið 2023 er kr. 5000
Hægt er að gerast félagmaður strax í dag með því að fylla út formið hér til hliðar