Meðferðin byggist á 12 spora kerfinu og er að lágmarki 6 mánuðir. Unnið er með alla þætti fíknisjúkdómsins,
Skjólstæðingar okkar fá hver sinn ráðgjafa í upphafi meðferðar og hann verður málastjóri þeirra. Ofan á 12 spora vinnuna þá fá skjólstæðingar þegar fram í sækir tækifæri til að vinna í úrvinnsla áfalla sem þeir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni.
Á Krýsuvík eru starfandi tveir áfallaþerpistar. Einnig gefst skjólstæðinum kostur á vinna úr fjármálum sínum og einnig ef það eru einhver aðkallandi vandamál í kerfinu eins og refsimál eða barnaverndamál. Hjá Krýsuvík er sérstakur ráðgjafi sem fer yfir þessi mál.
Meðferðin er einstaklingsmiðuð og miðast við að mæta þörfum hvers og eins. Stór hluti af meðferð einstaklinga fer fram í einkaviðtölum en einnig eru morgunfundir, grúppur, fyrirlestrar, kennsla, líkamsrækt, göngutúrar, AA fundir svo eitthvað sé nefnt.
Meðferðin fer fram í þægilegu og rólegu umhverfi fjarri höfuðborginni þar sem einstaklingurinn fær frið og ró til að vinna úr sínum málum í kraftmikilli náttúru.