Skip to main content

Meðferðin

Meðferðin byggist á 12 spora kerfinu og er að lágmarki 6 mánuðir. Unnið er með alla þætti fíknisjúkdómsins,

Skjólstæðingar okkar fá hver sinn ráðgjafa í upphafi meðferðar og hann verður málastjóri þeirra.  Ofan á 12 spora vinnuna þá fá skjólstæðingar þegar fram í sækir tækifæri til að vinna í úrvinnsla áfalla sem þeir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni.

Á Krýsuvík eru starfandi tveir áfallaþerpistar. Einnig gefst skjólstæðinum kostur á vinna úr fjármálum sínum og einnig ef það eru einhver aðkallandi vandamál í kerfinu eins og refsimál eða barnaverndamál.  Hjá Krýsuvík er sérstakur ráðgjafi sem fer yfir þessi mál. 

Meðferðin er einstaklingsmiðuð og miðast við að mæta þörfum hvers og eins. Stór hluti af meðferð einstaklinga fer fram í einkaviðtölum en einnig eru morgunfundir, grúppur, fyrirlestrar, kennsla, líkamsrækt, göngutúrar, AA fundir svo eitthvað sé nefnt.

Meðferðin fer fram í þægilegu og rólegu umhverfi fjarri höfuðborginni þar sem einstaklingurinn fær frið og ró til að vinna úr sínum málum í kraftmikilli náttúru.

Nám & vinna

Kennsla Menntaskólans í Kópavogi við Krýsuvíkurskóla hófst haustið 1995. Kennsla í Krýsuvíkurskóla er að ýmsu leyti frábrugðin hefðbundinni kennslu. Hún er samofin meðferðinni og er eitt lykilatriði þess að auka sjálfsstyrk skjólstæðinga. Með aukinni menntun víkka skjólstæðingar okkar sjóndeildarhringinn og bæta félagslega hæfni, því menntun er oft besta leiðin til nýs lífs.

Þegar kennsla í Krýsuvík fór af stað var námsefni, kennsluaðferðir og prófþættir með nokkuð hefðbundnu sniði. En fljótlega kom í ljós að það skipulag var óhentugt, bæði vegna öðruvísi umhverfis, fárra kennslustunda, sérþarfa margra nemanda, misjafnrar námsgetu innan hópa og mismunandi þjóðernis.  Auk þess mætti nefna atriði eins og til dæmis prófkvíða, misjafna reynsla af skólakerfinu og mislanga skólagöngu. Vistmenn eru þar að auki staddir á ýmsum stigum meðferðar og geta verið að koma og fara óháð starfstíma skólans. Auðséð var að laga þyrfti kennsluna að áðurnefndum aðstæðum ef árangur ætti að nást.

Þegar námið hófst í Krýsuvík var gerð sérstök námsáætlun, sem er ein sinnar tegundar. Námið miðast fyrst og fremst við sveigjanleika. Námið er brotið upp í smærri einingar, sem hver varir í fjórar vikur. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem hæfir þörfum nemanda, í  þægilegu, afslöppuðu og óformlegu umhverfi.  Námsmat er lagað að sérhverjum nemanda, með styrk og veikleika þeirra í huga. Markmiðið er ekki endilega að ljúka önn með prófi, heldur að nemendur séu virkir þátttakendur. Þeim er umbunað fyrir mætingu, samviskusemi og virkni með viðurkenningarskjali og fá nemendur einingar, metnar á framhaldsskólastigi, hafi þeir unnið til þess.

STARFSFÓLK 

Elías Guðmundsson

Framkvæmdarstjóri

elli@krysuvik.is

Glóey Runólfsdóttir

Lagalegur ráðgjafi

gloey@krysuvik.is

Guðrún Magnúsdóttir

Áfalla- & fíknifræðingur

Varðan

Solla Eiríksdóttir

Matráður

eldhus@krysuvik.is

Helena Gísladóttir

Dagskrástjóri

helena@krysuvik.is

Ævar Österby

Áfallaráðgjafi

aevar@krysuvik.is

Karl Viðar Pétursson

Staðarhaldari

kalli@krysuvik.is

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Matráður

eldhus@krysuvik.is

Harpa Rún Eiríksdóttir

Ráðgjafi

harpa@krysuvik.is

Sigurjón Baldursson

Ráðgjafi

sigurjon@krysuvik.is

Rut Martine Unnarsdóttir

Meðferðarfulltrúi

Óttar Guðmundsson

Læknir

Dúa Elísabetardóttir

Ráðgjafi

dua@krysuvik.is

Vagnbjörg Magnúsdóttir

Áfalla- & fíknifræðingur

Varðan

Páll Gísli Jónsson

Vaktmaður

UMSÓKNIR

Tekið er á móti umsóknum eftir meðferðarplássi í Krýsuvík á Austurgötu 8, í Hafnarfirði, alla þriðjudaga kl. 10:00–12:00

Tekið er á móti umsóknum símleiðis ef viðkomandi býr úti á landi, í síma 565 5612

KRÝSUVÍK

Krýsuvíkursamtökin

krysuvik@krysuvik.is

Kt: 560991–1189

Facebook

SKRIFSTOFA

Austurgata 8

220 Hafnarfjörður

+354 565 5612