Skip to main content

Krýsuvíkursamtökin

Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð 24. apríl 1986 og starfrækja meðferðarheimilið í Krýsuvík. Samtökin standa saman af einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa það að markmiði að hjálpa þeim sem ánetjast hafa vímuefnum og af þeim ástæðum misst stjórn á lífi sínu.

Krýsuvíkursamtökin er meðlimur í European Federation of Therapeutic Communities.

Á meðferðarheimilinu í Krýsuvík starfa:

  • Þrír áfengisráðgjafar starfa að meðferðarvinnu skjólstæðinga
  • Tveir matreiðslumenn
  • Læknir
  • Framkvæmdastjóri
  • Dagskrárstjóri
  • Áfallaráðgjafar
  • Staðarhaldari
  • Kennarar