Sem styrktaraðili að Krýsuvík leggur þú mikilvægu meðferðastarfi lið og leggur þitt að mörkum til að bæta aðstöðu, gæði og eftirfylgni í fíknimeðferð fyrir langt leiddan og viðkvæman hóp.
Biðlisti Krýsuvíkur er langur en undanfarin ár hefur þó tekist að auka fjölda plássa í meðferðinni úr 21 í 29 vegna stuðnings frá fyrirtækjum og einstaklingum.
Hægt er að styrkja starfið Krýsuvík með frjálsum framlögum og/eða með því að gerast félagsmaður og borga árlegt gjald upp á 5000 kr – SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG SEM FÉLAGSMANN
Á dagskrá næst er að bæta ytra byrði hússins sem er komið á tíma og bæta aðstöðu innandyra, þar á meðal líkamsræktar og jóga aðstöðu. Framtíðarmarkmið Krýsuvíkur er að stofna áfangaheimili og þar með geta stytt meðferðina og þannig hýst fleiri.
Hægt er að styrkja starfið með frjálsum framlögum með millifærslu:
Krýsuvíkur Samtökin
Kt: 610486-1699
Banki: Félagareikningur: 0537-14-007055
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Hann er okkur mjög mikilvægur og gerir starfið í Krýsuvík raunhæft.