
Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, verða haldnir sameiginlega í fundarsal Samfylking- arinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43, 220 Hafnarfirði kl. 17:00 þann 9. apríl 2025.
Á dagskrá fundanna verða eftirfarandi mál:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Sameiginleg skýrsla stjórna um starfsemi
félaganna árið 2024 lögð fram
- Ársreikningar félaganna fyrir árið 2024
lagðir fram til samþykktar
- Kosningar fulltrúaráðsmanna í fulltrúaráð
- Kosning formanns fulltrúaráðs
- Kjör aðalmanna og varamanna í stjórn
og kjör stjórnarformanns
- Kosningar endurskoðenda
- Tillögur um breytingar á samþykktum félaganna
- Önnur mál
Tillögur frá félagsmönnum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnanna eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningar félaganna munu liggja frammi á skrifstofu félaganna félagsmönnum til sýnis fimm dögum fyrir aðalfund. Samhliða aðalfundi er haldinn fulltrúaráðsfundur og því verður ein sameiginleg fundargerð útbúin fyrir fundina.
Fundarboð þetta er sent skráðum félagsmönnum í Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilinu Krýsuvík ásamt því að vera birt opinberlega á heimasíðu félaganna og í einu víðlesnu dagblaði með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Félagsmenn geta nálgast fundargögn rafrænt viku fyrir aðalfund, með því að senda fyrirspurn á elli@krysuvik.is. Fundargögnin verða einnig afhent á aðalfundinum.
Hafnarfjörður, 21. mars 2025,
Stjórn Krýsuvíkursamtakanna og Meðferðarheimilisins Krýsuvík.