Skip to main content
All Posts By

elias

Áslaug Arna heimsækir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,  Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom í heimsókn á föstudaginn síðastliðinn í Krýsuvík þar sem framkvæmdastjórinn Elías Guðmundsson og stjórnarformaðurinn Lárus Welding sýndu henni húsið og starfsemina.

Áslaug sýndi starfinu mikinn áhuga, var ánægð með framþróun síðustu missera og var sérstaklega hrifinn af vekinu hennar Aþenu Elíasdóttir um Fólk í fíknivanda. Takk fyrir heimsóknina og sýndan áhuga fyrir málefninu Áslaug!

 

Starfsfólk & vinir Krýsuvíkur hlaupa á morgun

Eftir Fréttir

Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt flotta fólkið sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og heita á Krýsuvík í ár.

Starfsfólk, stjórnarmeðlimir, góðvinir, fyrirtæki, fyrrum og núverandi skjólstæðingar hlaupa til styrktar Krýsuvíkur allt frá 10 K upp í maraþon!

SETTU ÞITT ÁHEIT HÉR

Við mælum með að þið mætið á hliðarlínuna í miklu stuði á morgun og hvetjið alla hlaupara!

 

 

BBA//Fjeldco hleypur fyrir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Starfsfólk lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco  ásamt fjölskyldum og vinum hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safna heitum á Krýsuvík um helgina næstu. Hlaupið er tileinkað við minningu Leós Ásgeirssonar sem lést sviplega langt fyrir aldur fram í byrjun árs. Saman hlaupa þau til minningar um dásamlegan dreng, en Leó var á biðlista hjá Krýsuvík er hann lést.

Það er markmið okkar hjá Krýsuvík að halda áfram að bæta gæði meðferðarinnar, stytta þennan alltof langa biðlista og gefa fleirum tækifæri til betra lífs, sérstaklega ungu fólki með framtíðina fyrir sér.

BBA//Fjeldco leggja með þessu lóð á vogarskálarnar í baráttunni

Þú getur sett áheit á þennan flotta hóp HÉR

 

VÍSIR: Stytting á biðlista og betur kynjaskipt

Eftir Fréttir

Vísir skrifaði á dögunum um stækkun meðferðarinnar á Krýsuvík og þar breytingar og úrbætur sem hafa verið gerðar að undanförnu:

„Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni.

Samtökin skrifuðu í vikunni undir nýjan samstarfssamning við stjórnvöld. Samningurinn kveður á um fjölgun rýma og aukinn stuðning við meðferðarheimilið.

Almennt sækir fólk meðferð í Krýsuvík í um sex mánuði. Elías segir að hvert aukarými þýði að hægt sé að ganga á biðlista. Þá sé einnig unnið að því að kynjaskipta meðferðinni algjörlega með því að útbúa sérstakan kvennagang á meðferðarheimilinu.

„Með þessari fjölgun erum við að búa til sérstaka kvennadeild og aðskilja meðferðina mikið meira. Þá raunverulega verður hún algjörlega kynjaskipt. Síðasta kvennaherbergið verður tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar,“ segir Elías.

Þá verði konur sérmegin í húsinu, með sitt eigið reykingasvæði, sitt borð í borðsalnum og sitt svæði í fyrirlestrasalnum.“

LESTU GREININA Í HEILD SINNI Á VÍSI

Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson

KRÝSUVÍK – ÍSLAND Í DAG

Eftir Fréttir

Útfrá verkefni Aþenu Elíasdóttur um sláandi staðreyndir og tölur tengdar fíknivandanum kom Vala Matt í heimsókn og tók viðtal við Aþenu um verkefnið hennar áhugaverða sem og Elías Guðmundsson framkvæmdastjóra Krýsuvíkur um hversu óhugnalega langir biðlistar eru á meðferðarstofnunum landsins.

SMELLTU TIL AÐ HORFA Á VIÐTALIÐ

https://www.visir.is/k/9c778251-b642-4fad-8bf7-43f4c4bee469-1718910729403/island-i-dag-ohugnanlegar-stadreyndir-i-verkefni-athenu?fbclid=IwZXh0bgNhZW0BMQABHcHLRylgoqRhFr0GNFP94cuGDynwq9EegPfNyojTeSZFbGYhsivaJXXenw_aem_ZPwD2ySDRUd-zTtPY_lqlQ

Fulltrúaráðs dagur og fullt út úr dyrum á opnu húsi

Eftir Fréttir

Vel heppnaður fulltrúaráðsdagur var haldinn 8. júní síðastliðinn þar sem okkar 15 manna fulltrúaráð og stjórn Krýsuvíkur var boðuð á fund þar sem Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir árangur og áfanga síðasta árs og stjórnarformaðurinn Lárus Welding og Björg Fenger formaður fulltrúaráðs héldu tölur og sátu undir svörum.

Fulltrúaráðið og aðrir gestir sem mættu í opið hús,  fengu næst sýningatúr um meðferðaraðstöðuna og þær úrbætur sem hafa átt sér stað og blessun í kapellunni frá séra Valgeiri. Af úrbætum má helst nefna kvennaálmuna sem opnar í sumar og bætir við plássum og kynjaskiptir meðferðinni meira, bætta eldhúsaðstöðu og skemmtilegar nýjungar eins og grænmetisræktunin sem Solla Eiríks,  hefur komið upp, heiðursmannavegginn þar sem heiðruð eru þau sem hafa lagt mest á plóg Krýsuvíkur í gegnum sögu þess og ný málverk sem sýnd voru í fyrsta sinn eftir Snorra Ásmundsson af Bill Wilson og Dr Bob Smith, stofnendum AA samtakanna.

Mikið er framundan á dagskrá Krýsuvíkur til að bæta meðferð og aðstöðu enn frekar og er næsta markmið er að vinna í ytra byrði hússins sem og bæta jóga og hugleiðsluaðstöðu fyrir skjólstæðinga.

Frábær mæting og góð stemning var á opnu húsi þar sem E Finnsson grillaði gæðakjöt og Solla Eiríks töfraði fram meðlæti og grænmetismat. Fyrrum skjólstæðingur Krýsuvíkur deildi sögu sinni um árangur og Emmsjé Gauti sló botninn í partýið með því að taka nokkur vel valin lög og sjarmera alla upp úr skónum.

Einstaklega vel heppnaður dagur í alla staði.

OPIÐ HÚS Í KRÝSUVÍK

Eftir Fréttir
Þann 8 júní næstkomandi verður opið hús í Krýsuvík í tilefni að fulltrúaráðsdeginum.
Útskrifuðum Krýsuvíkingum og velunnurum Krýsuvík er boðið að koma til okkar að njóta með okkur og skoða starfið og aðstöðuna

kl. 11:00 – Húsið opnar
kl. 12:00 – Grillveisla
kl. 13:00 – Skemmtiatriði

Óskar Finnsson frá Finnsson Bístró verður á grillinu og grillar í okkur gómsætar veitingar.
MC Gauti atlar svo að slá botninn í dagskránna!
Hlökkum til að sjá ykkur!

Útskriftarverkefni við LHÍ um fíknivandann

Eftir Fréttir

Á dögunum útskrifaðist Aþena Elíasdóttir, dóttir Elías Guðmundssonar framkvæmdastjóra Krýsuvíkur, úr Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni hennar, sem sýnt var á Listasafni Reykjavíkur, fjallaði um  fíknivandann í krónum og staðreyndum til að vekja athygli almennings á þessum málaflokki útfrá öðrum vinkli. Verkið og vefsíðan var mjög fræðandi og áhrifaríkt og hefur vakti mikla athygli á málaflokknum. SKOÐIÐ VEFSÍÐUNA HÉR

Samstarf við High Watch

Eftir Fréttir

Framkvæmdastjóri Krýsuvíkur, Elías Guðmundsson og stjórnarformaðurinn Lárus Welding heimsóttu í apríl mánuði High Watch Recovery Center í Connecticut í Bandaríkjunum, sem er elsta meðferðarstöð í heimi, stofnuð 1939 í samstarfi við Bill Wilson.

High Watch Recovery er ólíkt því sem við þekkjum hér heima, því þetta er ekki bara meðferðarheimili heldur frekar meðferðarsamfélag og teygir starfsemin sig yfir 120 hektara, með alhliða þjónustu allt frá afvötnun, 12 spora meðferð, áfallameðferð og svo áfangaheimili.

Þeir Lárus og Elías hittu Andrew Roberts forstjóra Highwatch og fengu góða innsýn í starfið sem fer fram í High Watch og ræddu áframhaldandi samstarf Krýsuvíkur og Highwatch, en á dögunum er að Highwatch verði „stóri bróðir“ Krýsuvíkur og taki við starfsfólki frá Krýsuvík í endurmenntun og fræðslu til að styrkja meðferðarstarfið. 

Guðlaugur & Diljá heimsækja Krýsuvík

Eftir Fréttir

Þann 15. Mars síðastliðinn heimsóttu þau Guðlaugur Þór, Orkumálaráðherra og Dilja Mist Einarsdóttir, alþingismaður, Krýsuvík til að kynna sér starfið, uppbygginguna og hvað væri framundan hjá samtökunum

Þau fengu leiðsögn um húsið og skoðuðu aðstöðuna með framkvæmdastjóranum Elías Guðmundssyni og stjórnarformanninum Lárusi Welding og fengu fyrirlestur um hvaða árangur hefur náðst og hvert stefnan er tekin í framhaldinu.

Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við sýndan áhuga á málefninu.