Skip to main content
All Posts By

elias

OPIÐ HÚS Í KRÝSUVÍK

Eftir Fréttir
Þann 8 júní næstkomandi verður opið hús í Krýsuvík í tilefni að fulltrúaráðsdeginum.
Útskrifuðum Krýsuvíkingum og velunnurum Krýsuvík er boðið að koma til okkar að njóta með okkur og skoða starfið og aðstöðuna

kl. 11:00 – Húsið opnar
kl. 12:00 – Grillveisla
kl. 13:00 – Skemmtiatriði

Óskar Finnsson frá Finnsson Bístró verður á grillinu og grillar í okkur gómsætar veitingar.
MC Gauti atlar svo að slá botninn í dagskránna!
Hlökkum til að sjá ykkur!

Útskriftarverkefni við LHÍ um fíknivandann

Eftir Fréttir

Á dögunum útskrifaðist Aþena Elíasdóttir, dóttir Elías Guðmundssonar framkvæmdastjóra Krýsuvíkur, úr Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni hennar, sem sýnt var á Listasafni Reykjavíkur, fjallaði um  fíknivandann í krónum og staðreyndum til að vekja athygli almennings á þessum málaflokki útfrá öðrum vinkli. Verkið og vefsíðan var mjög fræðandi og áhrifaríkt og hefur vakti mikla athygli á málaflokknum. SKOÐIÐ VEFSÍÐUNA HÉR

Samstarf við High Watch

Eftir Fréttir

Framkvæmdastjóri Krýsuvíkur, Elías Guðmundsson og stjórnarformaðurinn Lárus Welding heimsóttu í apríl mánuði High Watch Recovery Center í Connecticut í Bandaríkjunum, sem er elsta meðferðarstöð í heimi, stofnuð 1939 í samstarfi við Bill Wilson.

High Watch Recovery er ólíkt því sem við þekkjum hér heima, því þetta er ekki bara meðferðarheimili heldur frekar meðferðarsamfélag og teygir starfsemin sig yfir 120 hektara, með alhliða þjónustu allt frá afvötnun, 12 spora meðferð, áfallameðferð og svo áfangaheimili.

Þeir Lárus og Elías hittu Andrew Roberts forstjóra Highwatch og fengu góða innsýn í starfið sem fer fram í High Watch og ræddu áframhaldandi samstarf Krýsuvíkur og Highwatch, en á dögunum er að Highwatch verði „stóri bróðir“ Krýsuvíkur og taki við starfsfólki frá Krýsuvík í endurmenntun og fræðslu til að styrkja meðferðarstarfið. 

Guðlaugur & Diljá heimsækja Krýsuvík

Eftir Fréttir

Þann 15. Mars síðastliðinn heimsóttu þau Guðlaugur Þór, Orkumálaráðherra og Dilja Mist Einarsdóttir, alþingismaður, Krýsuvík til að kynna sér starfið, uppbygginguna og hvað væri framundan hjá samtökunum

Þau fengu leiðsögn um húsið og skoðuðu aðstöðuna með framkvæmdastjóranum Elías Guðmundssyni og stjórnarformanninum Lárusi Welding og fengu fyrirlestur um hvaða árangur hefur náðst og hvert stefnan er tekin í framhaldinu.

Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við sýndan áhuga á málefninu.

Heimsókn til Crossroads

Eftir Fréttir

Krýsuvík leggur mikið upp úr menntun og fræðslu starfsfólks og hefur verið í samstarfi við helstu meðferðarstöðvar Bandaríkjanna að undanförnu og fengið að senda starfsfólk í kynningar, fræðslu og endurmenntun á staði eins og Crossroads og Highwatch.

Í byrjun árs fór Harpa Rún Eiríksdóttir ráðgjafi á Krýsuvík í heimsókn á Crossroads meðferðastöðina og kom heim full innblásturs um heildræna nálgun að fíknivandanum. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um ferðina:

Segðu okkur aðeins frá meðferðinni hjá Crossroads?

„Crossroads er meðferðar stofnun á eyjunni Antuiga í Karabíska hafinu sem meðhöndlar fólk með fíknivanda. Meðferðin er að lágmarki þrír mánuðir. Skjólstæðingarnir eru inniliggjandi og búa á svæðinu á meðan á meðferð stendur. 

Ég fór í heimsókn til Crossroads 12. Janúar til 21. Janúar á þessu ári. Ég fékk boð um að koma og taka þátt í kvenna prógrammi fyrir fagaðila sem vinna með fólki sem á við fíknivanda að stríða

Við vorum 7 konur sem komum víðsvegar að úr heiminum til að endurnýja batann okkar og kynna okkur aðferðir sem Crossroads vinna eftir.  Prógrammið var byggt á fyrirlestrum, grúppu vinnu, listrænni meðferð, hreyfingu, hugleiðslu og slökun. Áhersla var lögð á að við værum virkar í öllu prógramminu sem var í boði og gæfum af okkur í grúppu vinnunni.“

Hvað stóð upp úr í ferðinni?

„Það sem stóð upp úr hjá mér var fallegt og hreint umhverfi, móttökur og utanumhald var til fyrirmyndar og hvað meðferðin þeirra er fjölbreytt.  Crossroads er eins og áður sagði á fallegu eyjunni Antuiga, húsin standa við gullfallega strönd og útsýnið guðdómlegt, falleg náttúran þar í fyrirrúmi, líkt og í Krýsuvík. 

Þeir sem eru í meðferð hjá Crossroads fá persónumiðaða meðferð og fjölbreytileikinn er mikill og nálgunin heildræn. Til dæmis er mikið lagt upp úr grúppuvinnu, listrænni meðferð, slökun, áfallavinnu og einstaklings viðtölum.

Skjólstæðingar hafa aðgang að sundlaug, ströndinni, nuddi, nálastungu meðferð, fjölbreyttum fyrirlestrum, AA fundum utan meðferðar svo eitthvað sé upp talið.“

Hvernig geta svona heimsóknir styrkt starfið okkar?

„Eftir heimsóknina fann ég hvað umhverfið og umgjörðin öll hjá þeim gerði mér gott. Ég fékk fullt af nýjum hugmyndum og er farin að nýta mér þær í starfi hér á Krýsuvík.

Samstarfið er nú þegar byrjað en það var íslensk kona hjá þeim i meðferð á meðan ég dvaldi þar. Eftir útskrift hjá henni byrjaði hún í eftirfylgni meðferð og fær stuðning frá Krýsuvík.“

 

Willum heimsækir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Á dögunum heimsótti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og hans fólk úr heilbrigðisráðuneytinu Krýsuvík til að kynna sér starfið. Þeim leist vel á framgang mála og uppbygginguna sem hefur átt sér stað í Krýsuvík að undanförnu

 

Aðalfundur Krýsuvíkur 2024

Eftir Fréttir

FUNDARBOÐ

Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, verða haldnir sameiginlega í Hafnarborg, Strandgötu 34, 220 Hafnarfirði kl. 17:00 þann 20. mars 2024.

Á dagskrá fundanna verða eftirfarandi mál:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Sameiginleg skýrsla stjórna um starfsemi félaganna árið 2023 lögð fram
  3. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 lagðirfram til samþykktar
  4. Kosningar fulltrúaráðsmanna í fulltrúaráð
  5. Kosningar endurskoðenda
  6. Önnur mál

Tillögur frá félagsmönnum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnanna eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningar félaganna munu liggja frammi á skrifstofu félaganna félagsmönnum til sýnis fimm dögum fyrir aðalfund.

Samhliða aðalfundi er haldinn fulltrúaráðsfundur og því verður ein sameiginleg fundargerð útbúin fyrir fundina. Fundarboð þetta er sent skráðum félagsmönnumí Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilinu Krýsuvík ásamt því að vera birt opinberlega á heimasíðu félaganna og í einu víðlesnu dagblaði með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Félagsmenn geta nálgast fundargögn rafrænt viku fyrir aðalfund, með því að senda fyrirspurn á elli@krysuvik.is. Fundargögnin verða einnig afhent á aðalfundinum.

Hafnarfjörður, 29. febrúar 2024,

Stjórn Krýsuvíkursamtakanna og

Meðferðarheimilisins Krýsuvík.

Söfnuðu 24 milljónum á Takk deginum

Eftir Fréttir

Alls söfnuðust 24,1 milljónir króna til Krýsuvíkursamtakanna á Takk degi Fossa fjár­festingar­banka sem fram fór í níunda sinn 23. nóvember síðast­liðinn.

Viðskiptablaðið greindi frá þessu 28. nóvember:

Sam­kvæmt til­kynningu bankans var met slegið í ár líkt og í fyrra. Sam­tals hafa safnast um 114 milljónir króna frá því að fyrsti Takk dagurinn var haldinn fyrir níu árum síðan.

Stein­grímur Arnar Finns­son, for­stjóri Fossa fjár­festingar­banka, af­henti Elíasi Guð­munds­syni, fram­kvæmda­stjóra Krýsu­víkur­sam­takanna, söfnunar­féð í höfuð­stöðvum Fossa við Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

„Takk dagurinn fór fram úr okkar björtustu vonum og við erum við­skipta­vinum okkar afar þakk­lát fyrir að leggja söfnuninni lið fyrir þennan mikil­væga mál­stað, með við­skiptum og beinum fram­lögum,“ segir Stein­grímur í til­kynningu

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist“

Á Takk degi Fossa fjár­festinga­banka renna allar þóknana­tekjur vegna við­skipta dagsins til góðs mál­efnis. Auk Fossa fjár­festinga­banka taka Kaup­höllin (Nas­daq Iceland) og upp­gjörs­fyrir­tækið T Plús þátt í deginum með því að fella niður öll gjöld af við­skiptum Fossa innan dagsins og renna þau í staðinn til söfnunarinnar. Þá gefur aug­lýsinga­stofan TVIST vinnu sína sem tengist deginum.

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist og bið­listarnir lengst mikið síðustu misseri og þessi styrkur því gríðar­lega mikil­vægur fyrir okkur. Hann mun nýtast okkur til þess að bæta við plássum á­samt því að að­laga þjónustuna betur að skjól­stæðingum okkar með nýrri sér­álmu fyrir konur. Við erum Fossum og öllum sem tóku þátt, virki­lega þakk­lát fyrir fram­lagið,“ segir Elías Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Krýsu­víkur.

LESTU GREININA Í HEILD SINNI HÉR

Stoðirnar styrktar í Krýsuvík

Eftir Fréttir

Morgunblaðið fjallaði á dögunum um tilvonandi stækkun meðferðarheimilisins Krýsuvíkur.

„For­svars­menn Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna eru bjart­sýn­ir á að fram­kvæmd­um vegna stækk­un­ar meðferðar­heim­il­is­ins í Krýsu­vík ljúki snemma á næsta ári og jafn­vel í janú­ar ef vel geng­ur.

Stækk­un­in mun breyta mörgu til batnaðar í starf­inu og mun þá ganga nokkuð hressi­lega á biðlista eft­ir meðferð hjá sam­tök­un­um að sögn Elías­ar Guðmunds­son­ar fram­kvæmda­stjóra en í dag eru liðlega 100 manns á biðlista.

„Stækk­un­in ger­ir það að verk­um að við get­um stækkað um einn hóp ef svo má segja. Við get­um bætt við fjór­um her­bergj­um og tekið á móti tutt­ugu og átta manns í stað tutt­ugu og eins. Þetta mun breyta heil­miklu. Það er ótækt að við séum með 100 manns á bliðlista. Í ár fara um 55 manns í gegn hjá okk­ur og við út­skrifuðum 24. Mark­miðið er að út­skrifa stærra hlut­fall eða yfir 30 manns en árið 2022 var metár þegar við út­skrifuðum 29. Von­andi verður hægt að taka við um 70 manns á ári en um leið bæta þjón­ust­una,“ seg­ir Elías.

Sérálma fyr­ir kon­ur

Krýsu­vík­ur­sam­tök­in fá um 150 millj­ón­ir á ári á fjár­lög­um og hafa óskað eft­ir 50 millj­ón­um til viðbót­ar en eft­ir­spurn­in eft­ir meðferð í Krýsu­vík hef­ur auk­ist. Meðferðin við fíkni­vanda er lág­mark sex mánuðir í Krýsu­vík og bygg­ist hún á 12 spora kerf­inu. Þegar fram í sæk­ir fá skjól­stæðing­arn­ir tæki­færi til að vinna í úr­vinnslu áfalla sem þeir hafa orðið fyr­ir á lífs­leiðinni eins og það er orðað á vef sam­tak­anna. „Stærsta áþreif­an­lega breyt­ing­in í hús­inu er að aðgreina meðferðina mun bet­ur og styrkja kvennameðferðina í leiðinni,“ seg­ir Elías en opnuð verður sérálma fyr­ir kon­ur í meðferð. Kon­ur koma gjarn­an í meðferðina með stærri áfalla­sögu en hafa verið tals­vert færri en karl­arn­ir.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu 18.11.23

TIL AÐ STYRKJA STARFIÐ SMELLTU HÉR