Skip to main content

Farið yfir áfanga 2024

Eftir apríl 15, 2025Fréttir

Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, voru haldnir sameiginlega í fundarsal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43, 220 Hafnarfirði kl. 17:00 þann 9. apríl síðastliðinn

Örfáar breytingar urðu á stjórn og fulltrúarráði.

Formaður fulltrúaráðs var endurkjörinn og heldur Björg Fenger því hlutverki. Lárus Welding var einnig endurkjörinn sem stjórnarformaður samtakanna. Dr Sigrún Sigurðardóttir og Ólafur Sveinsson stigu úr fulltrúaráði og við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra starf. Olga Lilja Ólafsdóttir og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir komu inn þar í stað og við bjóðum þær velkomnar. Rakel Garðarsdóttir var kjörin í stjórn í stað Brynju Dan sem er nú varamaður, en hún var áður varamaður.  Aðrir meðlimir stjórnar og fulltrúaráðs héldu áfram.

Farið var yfir ársreikninga félaganna og þeir samþykktir án athugasemda

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur, fór yfir árangurinn sem náðist árið 2024 með opnun kvennaálmu og met meðferðardögum sinntum á árinu.