
Það var okkur sönn ánægja og heiður að taka á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Krýsuvík í morgun. Halla kynnti sér starfsemina, tók þátt í samtölum með starfsfólki og stjórn og fékk innsýn í þá daglegu vinnu sem fer fram hér á Krýsuvík.
Við kynntum henni helstu baráttumál okkar, meðal annars mikilvægi þess að stytta biðlista og tryggja aðgengi að úrræðum fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Einnig ræddum við önnur brýn mál sem tengjast þjónustu okkar og framtíðarsýn.
Við áttum virkilega gott og opið samtal um málaflokkinn í heild sinni, áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir og hvaða næstu skref gætu fært nálina áfram. Það var hvetjandi að finna áhuga forsetans og viljann til að hlusta á reynslu okkar og sjónarmið.
Við erum þakklát fyrir heimsóknina og lítum á hana sem mikilvægt skref í áframhaldandi samtali um hvernig við sem samfélag getum byggt upp betri stuðning við fólk í bataferli.