
Í byrjun árs heimsótti nýr heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller, okkur í Krýsuvík og fékk að kynnast starfseminni. Lárus Welding, stjórnarformaður, Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri og Vagnbjörg Magnúsdóttir áfalla og fíkniráðgjafi tóku á móti Ölmu og Sigríði og Margréti frá heilbrigðisráðuneytinu og sýndu þeim meðferðarhúsnæðið. Við ræddum við Ölmu af dýpt um málaflokkinn og möguleika til að stytta biðlista og auka úrræði fyrir fólk í fíknivanda. Við hlökkum til frekara samstarfs við hana og hennar ráðuneyti.