
Þann 31. maí síðastliðinn hélt Krýsuvík meðferðarstöð árlegan fulltrúaráðsdag með opnu húsi. Þangað mættu útskrifaðir Krýsvíkingar, stjórn, fulltrúaráð, aðstandendur, velunnarar og aðrir gestir til að njóta samveru, kynnast starfinu og skoða aðstöðuna. Dagurinn hófst með hjartanlegum móttökum þar sem gestir gátu átt gott spjall við starfsfólk og kynnst því mikilvæga starfi sem fer fram í Krýsuvík.
Um hádegi var boðið upp á glæsilega grillveislu þar sem Óskar Finnsson frá Finnsson Bistro galdraði fram ljúffenga rétti og skapaði notalega stemningu á meðal gesta. Árangursaga frá útskrifuðum Krísvíkingi hafði mikil áhrif á hópinn og að lokum tók við skemmtiatriði með Jónasi Sig, sem færði góðar sögur húmor, tónlist og góða orku inn í daginn.
Það var einstök stemning í loftinu; hlýlegt og gefandi andrúmsloft þar sem nýir og gamlir vinir Krýsuvíkur gátu hist, deilt sögum og fagnað þeim framförum sem náðst hafa í meðferðarstarfinu. Við hjá Krýsuvík viljum þakka öllum sem mættu og gerðu daginn að því sem hann var, sérstaklega Óskari Finnssyni fyrir dásamlega grillveislu og Jónasi Sig fyrir skemmtilega stund.