Skip to main content

Aðalfundur Krýsuvíkur 2024

Eftir mars 6, 2024mars 10th, 2024Fréttir

FUNDARBOÐ

Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, verða haldnir sameiginlega í Hafnarborg, Strandgötu 34, 220 Hafnarfirði kl. 17:00 þann 20. mars 2024.

Á dagskrá fundanna verða eftirfarandi mál:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Sameiginleg skýrsla stjórna um starfsemi félaganna árið 2023 lögð fram
  3. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 lagðirfram til samþykktar
  4. Kosningar fulltrúaráðsmanna í fulltrúaráð
  5. Kosningar endurskoðenda
  6. Önnur mál

Tillögur frá félagsmönnum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnanna eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningar félaganna munu liggja frammi á skrifstofu félaganna félagsmönnum til sýnis fimm dögum fyrir aðalfund.

Samhliða aðalfundi er haldinn fulltrúaráðsfundur og því verður ein sameiginleg fundargerð útbúin fyrir fundina. Fundarboð þetta er sent skráðum félagsmönnumí Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilinu Krýsuvík ásamt því að vera birt opinberlega á heimasíðu félaganna og í einu víðlesnu dagblaði með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Félagsmenn geta nálgast fundargögn rafrænt viku fyrir aðalfund, með því að senda fyrirspurn á elli@krysuvik.is. Fundargögnin verða einnig afhent á aðalfundinum.

Hafnarfjörður, 29. febrúar 2024,

Stjórn Krýsuvíkursamtakanna og

Meðferðarheimilisins Krýsuvík.