Skip to main content

Guðlaugur & Diljá heimsækja Krýsuvík

Eftir apríl 18, 2024Fréttir

Þann 15. Mars síðastliðinn heimsóttu þau Guðlaugur Þór, Orkumálaráðherra og Dilja Mist Einarsdóttir, alþingismaður, Krýsuvík til að kynna sér starfið, uppbygginguna og hvað væri framundan hjá samtökunum

Þau fengu leiðsögn um húsið og skoðuðu aðstöðuna með framkvæmdastjóranum Elías Guðmundssyni og stjórnarformanninum Lárusi Welding og fengu fyrirlestur um hvaða árangur hefur náðst og hvert stefnan er tekin í framhaldinu.

Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við sýndan áhuga á málefninu.