Skip to main content

Samstarf við High Watch

Eftir apríl 29, 2024Fréttir

Framkvæmdastjóri Krýsuvíkur, Elías Guðmundsson og stjórnarformaðurinn Lárus Welding heimsóttu í apríl mánuði High Watch Recovery Center í Connecticut í Bandaríkjunum, sem er elsta meðferðarstöð í heimi, stofnuð 1939 í samstarfi við Bill Wilson.

High Watch Recovery er ólíkt því sem við þekkjum hér heima, því þetta er ekki bara meðferðarheimili heldur frekar meðferðarsamfélag og teygir starfsemin sig yfir 120 hektara, með alhliða þjónustu allt frá afvötnun, 12 spora meðferð, áfallameðferð og svo áfangaheimili.

Þeir Lárus og Elías hittu Andrew Roberts forstjóra Highwatch og fengu góða innsýn í starfið sem fer fram í High Watch og ræddu áframhaldandi samstarf Krýsuvíkur og Highwatch, en á dögunum er að Highwatch verði „stóri bróðir“ Krýsuvíkur og taki við starfsfólki frá Krýsuvík í endurmenntun og fræðslu til að styrkja meðferðarstarfið.