Skip to main content

Söfnuðu 24 milljónum á Takk deginum

Eftir nóvember 29, 2023Fréttir

Alls söfnuðust 24,1 milljónir króna til Krýsuvíkursamtakanna á Takk degi Fossa fjár­festingar­banka sem fram fór í níunda sinn 23. nóvember síðast­liðinn.

Viðskiptablaðið greindi frá þessu 28. nóvember:

Sam­kvæmt til­kynningu bankans var met slegið í ár líkt og í fyrra. Sam­tals hafa safnast um 114 milljónir króna frá því að fyrsti Takk dagurinn var haldinn fyrir níu árum síðan.

Stein­grímur Arnar Finns­son, for­stjóri Fossa fjár­festingar­banka, af­henti Elíasi Guð­munds­syni, fram­kvæmda­stjóra Krýsu­víkur­sam­takanna, söfnunar­féð í höfuð­stöðvum Fossa við Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

„Takk dagurinn fór fram úr okkar björtustu vonum og við erum við­skipta­vinum okkar afar þakk­lát fyrir að leggja söfnuninni lið fyrir þennan mikil­væga mál­stað, með við­skiptum og beinum fram­lögum,“ segir Stein­grímur í til­kynningu

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist“

Á Takk degi Fossa fjár­festinga­banka renna allar þóknana­tekjur vegna við­skipta dagsins til góðs mál­efnis. Auk Fossa fjár­festinga­banka taka Kaup­höllin (Nas­daq Iceland) og upp­gjörs­fyrir­tækið T Plús þátt í deginum með því að fella niður öll gjöld af við­skiptum Fossa innan dagsins og renna þau í staðinn til söfnunarinnar. Þá gefur aug­lýsinga­stofan TVIST vinnu sína sem tengist deginum.

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist og bið­listarnir lengst mikið síðustu misseri og þessi styrkur því gríðar­lega mikil­vægur fyrir okkur. Hann mun nýtast okkur til þess að bæta við plássum á­samt því að að­laga þjónustuna betur að skjól­stæðingum okkar með nýrri sér­álmu fyrir konur. Við erum Fossum og öllum sem tóku þátt, virki­lega þakk­lát fyrir fram­lagið,“ segir Elías Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Krýsu­víkur.

LESTU GREININA Í HEILD SINNI HÉR