Skip to main content

Stoðirnar styrktar í Krýsuvík

Eftir nóvember 21, 2023Fréttir

Morgunblaðið fjallaði á dögunum um tilvonandi stækkun meðferðarheimilisins Krýsuvíkur.

„For­svars­menn Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna eru bjart­sýn­ir á að fram­kvæmd­um vegna stækk­un­ar meðferðar­heim­il­is­ins í Krýsu­vík ljúki snemma á næsta ári og jafn­vel í janú­ar ef vel geng­ur.

Stækk­un­in mun breyta mörgu til batnaðar í starf­inu og mun þá ganga nokkuð hressi­lega á biðlista eft­ir meðferð hjá sam­tök­un­um að sögn Elías­ar Guðmunds­son­ar fram­kvæmda­stjóra en í dag eru liðlega 100 manns á biðlista.

„Stækk­un­in ger­ir það að verk­um að við get­um stækkað um einn hóp ef svo má segja. Við get­um bætt við fjór­um her­bergj­um og tekið á móti tutt­ugu og átta manns í stað tutt­ugu og eins. Þetta mun breyta heil­miklu. Það er ótækt að við séum með 100 manns á bliðlista. Í ár fara um 55 manns í gegn hjá okk­ur og við út­skrifuðum 24. Mark­miðið er að út­skrifa stærra hlut­fall eða yfir 30 manns en árið 2022 var metár þegar við út­skrifuðum 29. Von­andi verður hægt að taka við um 70 manns á ári en um leið bæta þjón­ust­una,“ seg­ir Elías.

Sérálma fyr­ir kon­ur

Krýsu­vík­ur­sam­tök­in fá um 150 millj­ón­ir á ári á fjár­lög­um og hafa óskað eft­ir 50 millj­ón­um til viðbót­ar en eft­ir­spurn­in eft­ir meðferð í Krýsu­vík hef­ur auk­ist. Meðferðin við fíkni­vanda er lág­mark sex mánuðir í Krýsu­vík og bygg­ist hún á 12 spora kerf­inu. Þegar fram í sæk­ir fá skjól­stæðing­arn­ir tæki­færi til að vinna í úr­vinnslu áfalla sem þeir hafa orðið fyr­ir á lífs­leiðinni eins og það er orðað á vef sam­tak­anna. „Stærsta áþreif­an­lega breyt­ing­in í hús­inu er að aðgreina meðferðina mun bet­ur og styrkja kvennameðferðina í leiðinni,“ seg­ir Elías en opnuð verður sérálma fyr­ir kon­ur í meðferð. Kon­ur koma gjarn­an í meðferðina með stærri áfalla­sögu en hafa verið tals­vert færri en karl­arn­ir.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu 18.11.23

TIL AÐ STYRKJA STARFIÐ SMELLTU HÉR