Skip to main content

Umfjöllun um Ópíóða í Kveik

Eftir nóvember 1, 2023Fréttir

Kveikur gerði fræðandi og athyglisverðan þátt um daginn um ópíóíða fíknifaraldinn. Í þættinum heimsóttu þeir meðal annars Krýsuvík. En hér hjá okkur leita sífellt fleiri sér hjálpar vegna hvers kyns Ópíóða-fíknar.

„Það eru um 20% af okkar skjólstæðingum þar sem þetta er fyrsta efni. Oxý, morfín, og bensó-lyf. Og oxý þar í miklum meirihluta,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur. Hann segir að ópíóíða-fíkn sé erfið að eiga við og að árangurinn af meðferðinni sé ekki eins góður og af meðferð við annars konar fíkn.

„Þetta er alveg nýtt breed, ef maður má orða það þannig. Ég er búinn að vera í þessum bransa í 25 ár, og allt nýtt sem hefur komið inn síðan skilur maður, en ég tengi ekki alveg við þessa neyslu,“ segir Elías.

HORFÐU Á ÞÁTTINN Í HEILD SINNI HÉR