Þann 30. maí síðastliðinn var haldin fulltrúaráðsdagur Krýsuvíkur. Þar buðum við fulltrúaráðinu, meðlimum stjórnar, pólitíkusum og öðrum áhugasömum að koma til Krýsuvíkur og skoða aðstöðuna, hlusta á tölu frá stjórnarformanni og framkvæmdastjóra um breytingar sem hafa verið gerðar nýverið og framtíðarsýn og stefnu sem áætluð er. Deginum lauk með áhrifaríkum reynslusögum frá fyrri skjólstæðingum Krýsuvíkur sem hafa náð árangri í meðferðinni.
Dagurinn var allur vel heppnaður og lauk með kaffi og kökum.
sjá myndir:
Nýlegar athugasemdir