Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2023

Tæpar 5 milljónir söfnuðust

Eftir Fréttir

Lár­us Weld­ing, stjórnarformaður Krýsuvíkur, safnaði hæstu upp­hæðinni í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka, alls rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna fyrir Krýsuvík. Elli framkvæmdastjóri Krýsuvíkur skoraði á Lárus að hlaupa á undir tveimur og safna 3 milljónum og það tókst.

Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri samtakanna hljóp einnig hálfmaraþon og samtals safnaði hann, starfsfólk hans og stjórn yfir fimm milljónum króna fyrir Krýsuvík.

Brot úr grein á mbl.is

„Við erum að gera þetta núna því við erum að hefja söfn­un. Þetta er byrj­un­in, við þurf­um meira svona 30-40 millj­ón­ir. Við þurf­um að fjölga pláss­un­um í skól­an­um, úr 21 í 28. Við þurf­um stærri samn­ing við ríkið til að geta ráðið ráðgjafa og vökt­un,“ seg­ir Lár­us.

„Við hvetj­um heil­brigðis- og fé­lags­málaráðuneyt­in til að koma til okk­ar með stærri samn­ing. Ég mun hringja í þá á mánu­dags­morg­un,“ seg­ir Lár­us. Enn er hægt að heita á Lár­us og styrkja Krýsu­vík­ur­sam­tök­in á vef Reykja­vík­ur­m­araþons­ins.