Skip to main content
Monthly Archives

júní 2024

KRÝSUVÍK – ÍSLAND Í DAG

Eftir Fréttir

Útfrá verkefni Aþenu Elíasdóttur um sláandi staðreyndir og tölur tengdar fíknivandanum kom Vala Matt í heimsókn og tók viðtal við Aþenu um verkefnið hennar áhugaverða sem og Elías Guðmundsson framkvæmdastjóra Krýsuvíkur um hversu óhugnalega langir biðlistar eru á meðferðarstofnunum landsins.

SMELLTU TIL AÐ HORFA Á VIÐTALIÐ

https://www.visir.is/k/9c778251-b642-4fad-8bf7-43f4c4bee469-1718910729403/island-i-dag-ohugnanlegar-stadreyndir-i-verkefni-athenu?fbclid=IwZXh0bgNhZW0BMQABHcHLRylgoqRhFr0GNFP94cuGDynwq9EegPfNyojTeSZFbGYhsivaJXXenw_aem_ZPwD2ySDRUd-zTtPY_lqlQ

Fulltrúaráðs dagur og fullt út úr dyrum á opnu húsi

Eftir Fréttir

Vel heppnaður fulltrúaráðsdagur var haldinn 8. júní síðastliðinn þar sem okkar 15 manna fulltrúaráð og stjórn Krýsuvíkur var boðuð á fund þar sem Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir árangur og áfanga síðasta árs og stjórnarformaðurinn Lárus Welding og Björg Fenger formaður fulltrúaráðs héldu tölur og sátu undir svörum.

Fulltrúaráðið og aðrir gestir sem mættu í opið hús,  fengu næst sýningatúr um meðferðaraðstöðuna og þær úrbætur sem hafa átt sér stað og blessun í kapellunni frá séra Valgeiri. Af úrbætum má helst nefna kvennaálmuna sem opnar í sumar og bætir við plássum og kynjaskiptir meðferðinni meira, bætta eldhúsaðstöðu og skemmtilegar nýjungar eins og grænmetisræktunin sem Solla Eiríks,  hefur komið upp, heiðursmannavegginn þar sem heiðruð eru þau sem hafa lagt mest á plóg Krýsuvíkur í gegnum sögu þess og ný málverk sem sýnd voru í fyrsta sinn eftir Snorra Ásmundsson af Bill Wilson og Dr Bob Smith, stofnendum AA samtakanna.

Mikið er framundan á dagskrá Krýsuvíkur til að bæta meðferð og aðstöðu enn frekar og er næsta markmið er að vinna í ytra byrði hússins sem og bæta jóga og hugleiðsluaðstöðu fyrir skjólstæðinga.

Frábær mæting og góð stemning var á opnu húsi þar sem E Finnsson grillaði gæðakjöt og Solla Eiríks töfraði fram meðlæti og grænmetismat. Fyrrum skjólstæðingur Krýsuvíkur deildi sögu sinni um árangur og Emmsjé Gauti sló botninn í partýið með því að taka nokkur vel valin lög og sjarmera alla upp úr skónum.

Einstaklega vel heppnaður dagur í alla staði.

OPIÐ HÚS Í KRÝSUVÍK

Eftir Fréttir
Þann 8 júní næstkomandi verður opið hús í Krýsuvík í tilefni að fulltrúaráðsdeginum.
Útskrifuðum Krýsuvíkingum og velunnurum Krýsuvík er boðið að koma til okkar að njóta með okkur og skoða starfið og aðstöðuna

kl. 11:00 – Húsið opnar
kl. 12:00 – Grillveisla
kl. 13:00 – Skemmtiatriði

Óskar Finnsson frá Finnsson Bístró verður á grillinu og grillar í okkur gómsætar veitingar.
MC Gauti atlar svo að slá botninn í dagskránna!
Hlökkum til að sjá ykkur!