Skip to main content
Monthly Archives

júlí 2024

VÍSIR: Stytting á biðlista og betur kynjaskipt

Eftir Fréttir

Vísir skrifaði á dögunum um stækkun meðferðarinnar á Krýsuvík og þar breytingar og úrbætur sem hafa verið gerðar að undanförnu:

„Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni.

Samtökin skrifuðu í vikunni undir nýjan samstarfssamning við stjórnvöld. Samningurinn kveður á um fjölgun rýma og aukinn stuðning við meðferðarheimilið.

Almennt sækir fólk meðferð í Krýsuvík í um sex mánuði. Elías segir að hvert aukarými þýði að hægt sé að ganga á biðlista. Þá sé einnig unnið að því að kynjaskipta meðferðinni algjörlega með því að útbúa sérstakan kvennagang á meðferðarheimilinu.

„Með þessari fjölgun erum við að búa til sérstaka kvennadeild og aðskilja meðferðina mikið meira. Þá raunverulega verður hún algjörlega kynjaskipt. Síðasta kvennaherbergið verður tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar,“ segir Elías.

Þá verði konur sérmegin í húsinu, með sitt eigið reykingasvæði, sitt borð í borðsalnum og sitt svæði í fyrirlestrasalnum.“

LESTU GREININA Í HEILD SINNI Á VÍSI

Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson