Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2024

Áslaug Arna heimsækir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,  Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom í heimsókn á föstudaginn síðastliðinn í Krýsuvík þar sem framkvæmdastjórinn Elías Guðmundsson og stjórnarformaðurinn Lárus Welding sýndu henni húsið og starfsemina.

Áslaug sýndi starfinu mikinn áhuga, var ánægð með framþróun síðustu missera og var sérstaklega hrifinn af vekinu hennar Aþenu Elíasdóttir um Fólk í fíknivanda. Takk fyrir heimsóknina og sýndan áhuga fyrir málefninu Áslaug!

 

Starfsfólk & vinir Krýsuvíkur hlaupa á morgun

Eftir Fréttir

Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt flotta fólkið sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og heita á Krýsuvík í ár.

Starfsfólk, stjórnarmeðlimir, góðvinir, fyrirtæki, fyrrum og núverandi skjólstæðingar hlaupa til styrktar Krýsuvíkur allt frá 10 K upp í maraþon!

SETTU ÞITT ÁHEIT HÉR

Við mælum með að þið mætið á hliðarlínuna í miklu stuði á morgun og hvetjið alla hlaupara!

 

 

BBA//Fjeldco hleypur fyrir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Starfsfólk lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco  ásamt fjölskyldum og vinum hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safna heitum á Krýsuvík um helgina næstu. Hlaupið er tileinkað við minningu Leós Ásgeirssonar sem lést sviplega langt fyrir aldur fram í byrjun árs. Saman hlaupa þau til minningar um dásamlegan dreng, en Leó var á biðlista hjá Krýsuvík er hann lést.

Það er markmið okkar hjá Krýsuvík að halda áfram að bæta gæði meðferðarinnar, stytta þennan alltof langa biðlista og gefa fleirum tækifæri til betra lífs, sérstaklega ungu fólki með framtíðina fyrir sér.

BBA//Fjeldco leggja með þessu lóð á vogarskálarnar í baráttunni

Þú getur sett áheit á þennan flotta hóp HÉR