Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2024

Gaf helminginn af arðinum sínum til Krýsuvíkur

Eftir Fréttir

DV fjallaði á dögunum um ótrúlega örláta og fallega gjöf sem Krýsuvík fékk frá Bjartmari Leósyni.

„Bjartmar Leósson, sem hefur viðurnefnið Hjólavíslarinn, vegna þrotlausrar vinnu sinnar og útsjónarsemi við að endurheimta stolin hjól og annað þýfi, og koma í hendur eigenda sinna, hefur gefið Krýsuvíkusamtökunum, sem sinna meðferð fíknisjúkra, hálfa milljón króna.

Bjartmar er ekki auðugur maður af fé en honum tæmdist fyrir skömmu arfur upp á eina milljón króna. Helminginn af peningunum notaði hann til að gera upp smáskuldir en afgangurinn, hálf milljón, rennur til þessara góðu og gagnlegu samtaka.

Bjartmar greindi frá þessum í Facebook-hópnum Hjóladót, sem er helsti vettvangur Bjartmars og samverkafólks hans til að auglýsa eftir stolnum munum. Mörg hinna seku í slíkum þjófnaðarmálum glíma við fíkn og Bjartmar er umhugað um lausn fíknivandans í samfélaginu. Hann gerir grein fyrir gjöfinni með þessum orðum:

„Mitt í öllu sem gengur á hér í borg varðandi marg ítrekaða þjófnaði ákveðins hóps, þá vil ég samt reyna eftir fremsta megni að sjá og skilja heildarmyndina í þessu. Þetta er í raun bara afleiðing fjársveltis og úrræðaleysis stjórnvalda sem gefur okkur þessa útkomu. Svo þegar ég fékk arf uppá milljón um daginn og gat klárað skuldir og fleira fyrir helminginn, þá fannst mér bara ljúft og skylt að skila restinni til Krýsuvíkur. Að öllum öðrum úrræðum ólöstuðum þá sé ég að þarna er verið að skerpa vel á málunum. Soldið eins og skip sem siglir gegnum ísilagt haf og ryður brautina. Á sama tíma er ég svo með bilaðan bíl og mótorhjól sem ég hefði vel getað lagað fyrir þessa summu. En þessi mál vega bara þyngra fyrir mér. Hef kynnst þónokkrum úr þessum hópi og þau hafa kennt mér mikið. Þetta væri ekki svona ef stjórnvöld myndu bara opna augun og sjá að það marg borgar sig á allan hátt að vera hér með sterk úrræði fyrir þennan hóp. Og ekki óttast kostnaðinn. Því hann væri margfalt minni en það sem samfélagið þarf að gjalda fyrir í dag eftir vanræksluna og úrræðaleysið sem ríkir í þessum málum.“

1 milljarður til að útrýma biðlistum, 15-faldur ávinningur fyrir ríkið

Eftir Fréttir, Greinar

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um fíkni­sjúk­dóma og hvað þeir kosta sam­fé­lagið. Hann þekk­ir mál­efni fíkla en hann sagði frá því í Dag­mál­um í fyrra hvernig væri að vera for­eldri barns í neyslu.  Greinin birtist í heild sinni á mbl.is

„Mik­il umræða hef­ur verð í sam­fé­lag­inu um fíkni­sjúka og hversu brotið kerfið er í kring­um þann al­var­lega sjúk­dóm. Sum­um finnst kerfið vera mann­skemm­andi á meðan aðrir segja að sjúk­dóm­ur­inn sé sjálf­skapaður og fjár­magni því bet­ur varið til annarra innviða í sam­fé­lag­inu.

Ég fór að velta fyr­ir mér hvort við gæt­um litið á málið frá ann­arri og harðari hlið. Þ.e.a.s. arðsemireiknað verðmæti þjón­ust­unn­ar og hversu mikið hún skil­ar til sam­fé­lags­ins. Til að gera það þarf að gefa sér for­send­ur um fjölda og kostnað. Ég leyfi mér að áætla nokkuð marg­ar töl­ur í þessu reikn­ings­dæmi og aðrar hef ég fundið með leit á net­inu. Þeir sem hafa all­an aðgang að töl­un­um geta reiknað bet­ur út. En ég geri ráð fyr­ir að ég sé nógu ná­lægt raun­veru­leg­um töl­um til að hægt sé að sjá stærðirn­ar sem um ræðir. Ég ákvað því að reikna hvað biðlist­inn eft­ir plássi í fíkni­meðferð kost­ar og hvaða arðsemi yrði af því að fjár­festa í að eyða hon­um.

Bara á þessu ári hafa verið 56 dauðsföll vegna ofskömmt­un­ar. Til viðbót­ar eru slys­in, sjálfs­víg­in og dauðsföll vegna annarra lífstíls­sjúk­dóma sem eru af­leiðing fíkn­ar. Ég held við get­um auðveld­lega áætlað að með því öllu séu dauðsföll­in að lág­marki 100 með öllu töldu af fólki sem er að bíða eft­ir meðferð, en eru lík­lega mun fleiri.

Á hverj­um tíma eru um 800 manns á biðlista eft­ir meðferð. Sum­ir kom­ast fljót­lega að enda með litla fíkni­sögu en flest­ir eru að koma í enn eina end­ur­kom­una, því það tek­ur að meðaltali fimm meðferðir að ná ár­angri í bar­átt­unni við sjúk­dóm­inn. Biðin fyr­ir slíkt fólk er frá 6 til 15 mánuðum.

Biðtími þar sem fólkið miss­ir heils­una, aðstand­end­ur missa heils­una, fólk miss­ir eign­ir sín­ar og fólk verður óvinnu­fært. Ef við áætl­um að í kring­um þessa 800 ein­stak­linga séu 4 hjá hverj­um sem eru meðvirk­ir og í mikl­um van­líðan vegna sjúk­lings­ins og þar af leiðandi í stöðugu áfalli þá eru það 3200 manns að meðaltali á hverj­um tíma. Þar af eru hugs­an­lega 1000 óvinnu­fær­ir vegna álags­ins en all­ir aðrir taka fleiri veik­inda­daga en meðaltal veik­inda­daga er, sem við gæt­um áætlað 1 auka­lega á mánuði. Það gera 3200 veik­inda­dag­ar á mánuði eða 38.400 á ári.

Ef við áætl­um að um helm­ing­ur þeirra sem eru á biðlista brjóti af sér, þá eru það 400 manns. Af þeim eru 200 sem stela smá­vægi­leg­um upp­hæðum hér og þar og 200 sem eru í inn­brot­um og örðum glæp­um. Við skul­um setja kr. 5000 á dag í meðaltal á þá sem eru í minni brot­um og 20.000 á dag á þá sem eru í stærri brot­um.

100 beita of­beldi að minnsta kosti 2 skipti á biðtím­an­um. Ef við setj­um meðal biðtíma á of­beld­is­g­erend­ur 6 mánuði þá eru það 200 brot sem ger­ir rúm­lega 1 brot á dag. Við get­um gert ráð fyr­ir að 20 manns á biðlist­an­um eða 40 á ári þurfi að sitja í fang­elsi í að meðaltali 30 daga vegna brota fram­in á biðtím­an­um. Hver og einn heim­sæk­ir bráðamót­tök­una að meðaltali 2 skipti á biðtím­an­um sam­tals 1600 heim­sókn­ir. Ger­um ráð fyr­ir að 1/​2 of­beld­is­brot­anna leiði til út­kalls hjá lög­reglu, þá eru það 182 út­köll og til viðbót­ar stærri auðgun­ar­brot þeirra 200 sem brjóta al­var­lega af sér sú 1 á mánuði á hvern þá bæt­ast 80 út­köll við. Get­um ráð fyr­ir að 10% heim­sókna á bráðamót­töku hafi und­an­fara út­kalls á sjúkra­bif­reið þá eu það 160 út­köll og svo fylg­ir lög­regla hverj­um sjúkra­bíl líka sem bæt­ist við. Gera má ráð fyr­ir að 50% þeirra sem nýta gisti­skýli borg­ar­inn­ar séu á biðlist­an­um. 200 manns á biðlist­an­um eru á ein­hvers­kon­ar bót­um frá ríki og/​eða sveit­ar­fé­lagi á meðan biðin er. Hér geri ég ráð fyr­ir eng­um kostnaði af helm­ingi biðlist­ans, sem ætti samt að vera tals­verður.

  • 100 jarðarfar­ir
  • 38.000 veik­inda­dag­ar
  • 1000 óvinnu­fær­ir ein­stak­ling­ar
  • Smáþjófnaður 365 millj­ón­ir á ári
  • Stærri glæp­ir 1.460 millj­ón­ir á ári
  • Al­var­leg of­beld­is­brot 365
  • Heim­sókn­ir á bráðamót­töku 1600
  • Fang­els­is­næt­ur 1.200
  • Útköll lög­reglu 422
  • Útköll sjúkra­bif­reiða 160
  • Gist­inæt­ur gisti­skýlið 10.950
  • Bæt­ur á biðtíma 200 manns

Í þess­um út­reikn­ing­um er líf ekki metið til fjár og ekki held­ur til­finn­inga­tjón þeirra þolenda sem verða fyr­ir inn­brot­um, kyn­ferðis­brot­um eða lík­ams­tjón­um. Ein­ung­is pen­inga­leg verðmæti.

Hver jarðarför kost­ar að meðaltali kr. 800.000 fyr­ir utan erfi­drykkju og leg­stein.

Einn veik­inda­dag­ur kost­ar sam­fé­lagið kr. 37.500 miðað við nú­ver­andi meðallaun.

Óvinnu­fær ein­stak­ling­ur kost­ar sam­fé­lagið 7,8 millj­ón­ir á ári.

Fjár­hags­legt tjón af al­var­leg­um of­beld­is­brot­um (sjúkra­hús­kostnaður, end­ur­hæf­ing, vinnum­iss­ir, ör­orku­bæt­ur, trygg­inga­bæt­ur); lág­mark 5 millj­ón­ir að meðaltali.

Hver heim­sókn á bráðamót­töku kost­ar sam­fé­lagið að meðaltali 130.000.

1 nótt í fang­elsi kr. 50.000. Hvert út­kall lög­reglu kost­ar kr. 105.000 og hvert út­kall sjúkra­bif­reiðar kost­ar kr. 97.000. Kostnaður við heim­il­is­lausa hjá borg­inni kr. 1,8 millj­arður marg­faldað með 50% sam­tals 900 millj­ón­ir. Bæt­ur á mánuði lág­mark 350.000 sam­tals 4,2 millj­ón­ir á ári á hvern ein­stak­ling.

Þá höf­um við ein­falt reikn­ings­dæmi:

  • Jarðarfar­ir 80 millj­ón­ir
  • Veik­inda­dag­ar 1.425 millj­ón­ir
  • Óvinnu­fær­ir 7.800 millj­ón­ir
  • Smáþjófnaður 365 millj­ón­ir
  • Stærri glæp­ir 1.460 millj­ón­ir
  • Al­var­leg of­beld­is­brot 1.825 millj­ón­ir
  • Bráðamót­taka 208 millj­ón­ir
  • Fang­els­is­kostnaður 60 millj­ón­ir
  • Útköll lög­reglu 44 millj­ón­ir
  • Útköll sjúkra­bif­reiða 16 millj­ón­ir
  • Bæt­ur sjúkra 840 millj­ón­ir
  • Kostnaður heim­il­is­lausra 900 millj­ón­ir

Kostnaður sam­fé­lags­ins á ári af biðlist­an­um er því kr. 15,1 millj­arðar ein­ung­is af þeim sem eru að bíða eft­ir hjálp við sín­um sjúk­dómi.

Til að eyða þess­um biðlista þarf aðeins að fjár­festa fyr­ir um það bil 1 millj­arð á ári. Ég myndi því segja að þó að við tök­um alla mann­lega harm­leiki í burtu og setj­um all­ar til­finn­ing­ar ofan í skúffu. Hugs­um ekk­ert um börn­in sem al­ast upp í óör­yggi því for­eldr­ar þeirra fá ekki þjón­ustu við sjúk­dómn­um sín­um.

Hugs­um ekki um alla syrgj­andi for­eldr­ana. Ef við met­um ekki til fjár alla vinn­una og kostnaðinn við fólkið sem þjá­ist úti á biðlist­an­um þarf að leggja til við að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lagið.

Einnig þó að við tök­um ekki til all­an kostnaðinn í sam­fé­lag­inu af því að hafa fulla bráðamót­töku þar sem fólk sem ekki er með fíkni­sjúk­dóm þarf að bíða vegna álags fólks á biðlist­an­um, sjúkra­bif­reiðar sem geta ekki farið í önn­ur út­köll þegar þau eru upp­tek­in og lög­regla sem gæti verið að sinna öðru en af­leiðing­um fólks á biðlist­an­um. Við tök­um ekki held­ur til allra sál­fræðing­ana og geðlækn­ana sem ekki geta sinnt öðrum á meðan á sama tíma og von­laust er að fá tíma fyr­ir þá sem ekki eru fíkni­sjúk­ir. Þá samt sem áður sjá­um við ein­göngu með því að skoða töl­urn­ar að með því að fjár­festa í heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fíkni­sjúka og eyða biðlist­an­um er bara ansi góður biss­nes.

Ég myndi all­an dag­inn í mín­um rekstri fjár­festa fyr­ir 1 millj­arð á hvað vöxt­um sem er ef arðsem­in af því væri 15 föld ár­lega.“

Guðrún Hafsteins heimsækir Krýsuvík

Eftir Fréttir

Snemma í október tóku Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Krýsuvíkur og Dúa Elísabetardóttir ráðgjafi á móti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í heimsókn til að skoða hjá okkur starfið. Henni leist vel á framgang mála og þróunina sem hefur átt sér stað í meðferðinni á Krýsuvík að undanförnu. Við þökkum henni kærlega fyrir sýndan áhuga á málaflokknum og heimsóknina.