Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2025

Hlauptu fyrir Krýsuvík!

Eftir Fréttir

Nú er komið að árlega Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og við erum með öflugan hlaupahóp, leiddan af engri annarri en MARI JÄRSK, uppá Krýsuvík til að undirbúa starfsfólk og skjólstæðinga fyrir hlaupið!

HLAUPTU FYRIR OKKUR

Þú getur lagt þitt á plóg, tekið þátt og hlaupið fyrir Krýsuvík! 
Með því að skrá þig til að hlaupa fyrir Krýsuvík ertu ekki aðeins að taka þátt í frábærum viðburði, heldur ert þú líka að styðja mikilvægt starf sem skiptir máli fyrir allt samfélagið.

Svona tekur þú þátt:

  1. Skráðu þig í Reykjavíkurmaraþonið.

  2. Veldu Krýsuvík sem þín góðgerðarsamtök.

  3. Safnaðu áheitum og hvettu vini & fjölskyldu til að leggja sitt af mörkum.

 Skráðu þig í dag í hlaupið: corsa.is/is/reykjavikur-marathon

Við verðum með aðsetur á Laundromat Cafe í Austurstræti, þar sem þeir sem hlaupa fyrir okkur geta sótt sér hlaupabol áður en gengið er til leiks.

Heit á hlauparana okkar!

Ef þú kemst ekki í hlaupið (eða ert ekki til í að hlaupa:) en vilt styðja málefnið,  farðu inn á rmi.is til að heita á þá sem hlaupa fyrir Krýsuvík!

Hvert framlag skiptir máli 🫶