Skip to main content
Monthly Archives

desember 2025

Litlu jólin á Krýsuvík

Eftir Fréttir

Nú erum við hjá Krýsuvík búin að vera að undirbúa jólin og héldum í gær litlu jólin fyrir skjólstæðinga, starfsfólk, stjórn og fyrrum Krýsvíkinga. Solla og Sigga í eldhúsinu og þeirra teymi elduðu frábæran veislumat sem kom öllum í mikið jólaskap.

Það var þá æsispennandi keppni um best skreytta grúbbuherbergið og var mikið lagt í það – sjá myndir.

Engin annar en Kristmundur Axel kom svo og söng nokkur lög með sinni einskærru snilld og kom öllum í gott skap. Óvæntur jólasveinn mætti svo og gaf öllum á Krýsuvík jólapakka.

Vel heppnaður dagur í alla staði!

Starfsfólk Krýsuvíkur óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!