Skip to main content
Flokkur

Greinar

1 milljarður til að útrýma biðlistum, 15-faldur ávinningur fyrir ríkið

Eftir Fréttir, Greinar

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um fíkni­sjúk­dóma og hvað þeir kosta sam­fé­lagið. Hann þekk­ir mál­efni fíkla en hann sagði frá því í Dag­mál­um í fyrra hvernig væri að vera for­eldri barns í neyslu.  Greinin birtist í heild sinni á mbl.is

„Mik­il umræða hef­ur verð í sam­fé­lag­inu um fíkni­sjúka og hversu brotið kerfið er í kring­um þann al­var­lega sjúk­dóm. Sum­um finnst kerfið vera mann­skemm­andi á meðan aðrir segja að sjúk­dóm­ur­inn sé sjálf­skapaður og fjár­magni því bet­ur varið til annarra innviða í sam­fé­lag­inu.

Ég fór að velta fyr­ir mér hvort við gæt­um litið á málið frá ann­arri og harðari hlið. Þ.e.a.s. arðsemireiknað verðmæti þjón­ust­unn­ar og hversu mikið hún skil­ar til sam­fé­lags­ins. Til að gera það þarf að gefa sér for­send­ur um fjölda og kostnað. Ég leyfi mér að áætla nokkuð marg­ar töl­ur í þessu reikn­ings­dæmi og aðrar hef ég fundið með leit á net­inu. Þeir sem hafa all­an aðgang að töl­un­um geta reiknað bet­ur út. En ég geri ráð fyr­ir að ég sé nógu ná­lægt raun­veru­leg­um töl­um til að hægt sé að sjá stærðirn­ar sem um ræðir. Ég ákvað því að reikna hvað biðlist­inn eft­ir plássi í fíkni­meðferð kost­ar og hvaða arðsemi yrði af því að fjár­festa í að eyða hon­um.

Bara á þessu ári hafa verið 56 dauðsföll vegna ofskömmt­un­ar. Til viðbót­ar eru slys­in, sjálfs­víg­in og dauðsföll vegna annarra lífstíls­sjúk­dóma sem eru af­leiðing fíkn­ar. Ég held við get­um auðveld­lega áætlað að með því öllu séu dauðsföll­in að lág­marki 100 með öllu töldu af fólki sem er að bíða eft­ir meðferð, en eru lík­lega mun fleiri.

Á hverj­um tíma eru um 800 manns á biðlista eft­ir meðferð. Sum­ir kom­ast fljót­lega að enda með litla fíkni­sögu en flest­ir eru að koma í enn eina end­ur­kom­una, því það tek­ur að meðaltali fimm meðferðir að ná ár­angri í bar­átt­unni við sjúk­dóm­inn. Biðin fyr­ir slíkt fólk er frá 6 til 15 mánuðum.

Biðtími þar sem fólkið miss­ir heils­una, aðstand­end­ur missa heils­una, fólk miss­ir eign­ir sín­ar og fólk verður óvinnu­fært. Ef við áætl­um að í kring­um þessa 800 ein­stak­linga séu 4 hjá hverj­um sem eru meðvirk­ir og í mikl­um van­líðan vegna sjúk­lings­ins og þar af leiðandi í stöðugu áfalli þá eru það 3200 manns að meðaltali á hverj­um tíma. Þar af eru hugs­an­lega 1000 óvinnu­fær­ir vegna álags­ins en all­ir aðrir taka fleiri veik­inda­daga en meðaltal veik­inda­daga er, sem við gæt­um áætlað 1 auka­lega á mánuði. Það gera 3200 veik­inda­dag­ar á mánuði eða 38.400 á ári.

Ef við áætl­um að um helm­ing­ur þeirra sem eru á biðlista brjóti af sér, þá eru það 400 manns. Af þeim eru 200 sem stela smá­vægi­leg­um upp­hæðum hér og þar og 200 sem eru í inn­brot­um og örðum glæp­um. Við skul­um setja kr. 5000 á dag í meðaltal á þá sem eru í minni brot­um og 20.000 á dag á þá sem eru í stærri brot­um.

100 beita of­beldi að minnsta kosti 2 skipti á biðtím­an­um. Ef við setj­um meðal biðtíma á of­beld­is­g­erend­ur 6 mánuði þá eru það 200 brot sem ger­ir rúm­lega 1 brot á dag. Við get­um gert ráð fyr­ir að 20 manns á biðlist­an­um eða 40 á ári þurfi að sitja í fang­elsi í að meðaltali 30 daga vegna brota fram­in á biðtím­an­um. Hver og einn heim­sæk­ir bráðamót­tök­una að meðaltali 2 skipti á biðtím­an­um sam­tals 1600 heim­sókn­ir. Ger­um ráð fyr­ir að 1/​2 of­beld­is­brot­anna leiði til út­kalls hjá lög­reglu, þá eru það 182 út­köll og til viðbót­ar stærri auðgun­ar­brot þeirra 200 sem brjóta al­var­lega af sér sú 1 á mánuði á hvern þá bæt­ast 80 út­köll við. Get­um ráð fyr­ir að 10% heim­sókna á bráðamót­töku hafi und­an­fara út­kalls á sjúkra­bif­reið þá eu það 160 út­köll og svo fylg­ir lög­regla hverj­um sjúkra­bíl líka sem bæt­ist við. Gera má ráð fyr­ir að 50% þeirra sem nýta gisti­skýli borg­ar­inn­ar séu á biðlist­an­um. 200 manns á biðlist­an­um eru á ein­hvers­kon­ar bót­um frá ríki og/​eða sveit­ar­fé­lagi á meðan biðin er. Hér geri ég ráð fyr­ir eng­um kostnaði af helm­ingi biðlist­ans, sem ætti samt að vera tals­verður.

  • 100 jarðarfar­ir
  • 38.000 veik­inda­dag­ar
  • 1000 óvinnu­fær­ir ein­stak­ling­ar
  • Smáþjófnaður 365 millj­ón­ir á ári
  • Stærri glæp­ir 1.460 millj­ón­ir á ári
  • Al­var­leg of­beld­is­brot 365
  • Heim­sókn­ir á bráðamót­töku 1600
  • Fang­els­is­næt­ur 1.200
  • Útköll lög­reglu 422
  • Útköll sjúkra­bif­reiða 160
  • Gist­inæt­ur gisti­skýlið 10.950
  • Bæt­ur á biðtíma 200 manns

Í þess­um út­reikn­ing­um er líf ekki metið til fjár og ekki held­ur til­finn­inga­tjón þeirra þolenda sem verða fyr­ir inn­brot­um, kyn­ferðis­brot­um eða lík­ams­tjón­um. Ein­ung­is pen­inga­leg verðmæti.

Hver jarðarför kost­ar að meðaltali kr. 800.000 fyr­ir utan erfi­drykkju og leg­stein.

Einn veik­inda­dag­ur kost­ar sam­fé­lagið kr. 37.500 miðað við nú­ver­andi meðallaun.

Óvinnu­fær ein­stak­ling­ur kost­ar sam­fé­lagið 7,8 millj­ón­ir á ári.

Fjár­hags­legt tjón af al­var­leg­um of­beld­is­brot­um (sjúkra­hús­kostnaður, end­ur­hæf­ing, vinnum­iss­ir, ör­orku­bæt­ur, trygg­inga­bæt­ur); lág­mark 5 millj­ón­ir að meðaltali.

Hver heim­sókn á bráðamót­töku kost­ar sam­fé­lagið að meðaltali 130.000.

1 nótt í fang­elsi kr. 50.000. Hvert út­kall lög­reglu kost­ar kr. 105.000 og hvert út­kall sjúkra­bif­reiðar kost­ar kr. 97.000. Kostnaður við heim­il­is­lausa hjá borg­inni kr. 1,8 millj­arður marg­faldað með 50% sam­tals 900 millj­ón­ir. Bæt­ur á mánuði lág­mark 350.000 sam­tals 4,2 millj­ón­ir á ári á hvern ein­stak­ling.

Þá höf­um við ein­falt reikn­ings­dæmi:

  • Jarðarfar­ir 80 millj­ón­ir
  • Veik­inda­dag­ar 1.425 millj­ón­ir
  • Óvinnu­fær­ir 7.800 millj­ón­ir
  • Smáþjófnaður 365 millj­ón­ir
  • Stærri glæp­ir 1.460 millj­ón­ir
  • Al­var­leg of­beld­is­brot 1.825 millj­ón­ir
  • Bráðamót­taka 208 millj­ón­ir
  • Fang­els­is­kostnaður 60 millj­ón­ir
  • Útköll lög­reglu 44 millj­ón­ir
  • Útköll sjúkra­bif­reiða 16 millj­ón­ir
  • Bæt­ur sjúkra 840 millj­ón­ir
  • Kostnaður heim­il­is­lausra 900 millj­ón­ir

Kostnaður sam­fé­lags­ins á ári af biðlist­an­um er því kr. 15,1 millj­arðar ein­ung­is af þeim sem eru að bíða eft­ir hjálp við sín­um sjúk­dómi.

Til að eyða þess­um biðlista þarf aðeins að fjár­festa fyr­ir um það bil 1 millj­arð á ári. Ég myndi því segja að þó að við tök­um alla mann­lega harm­leiki í burtu og setj­um all­ar til­finn­ing­ar ofan í skúffu. Hugs­um ekk­ert um börn­in sem al­ast upp í óör­yggi því for­eldr­ar þeirra fá ekki þjón­ustu við sjúk­dómn­um sín­um.

Hugs­um ekki um alla syrgj­andi for­eldr­ana. Ef við met­um ekki til fjár alla vinn­una og kostnaðinn við fólkið sem þjá­ist úti á biðlist­an­um þarf að leggja til við að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lagið.

Einnig þó að við tök­um ekki til all­an kostnaðinn í sam­fé­lag­inu af því að hafa fulla bráðamót­töku þar sem fólk sem ekki er með fíkni­sjúk­dóm þarf að bíða vegna álags fólks á biðlist­an­um, sjúkra­bif­reiðar sem geta ekki farið í önn­ur út­köll þegar þau eru upp­tek­in og lög­regla sem gæti verið að sinna öðru en af­leiðing­um fólks á biðlist­an­um. Við tök­um ekki held­ur til allra sál­fræðing­ana og geðlækn­ana sem ekki geta sinnt öðrum á meðan á sama tíma og von­laust er að fá tíma fyr­ir þá sem ekki eru fíkni­sjúk­ir. Þá samt sem áður sjá­um við ein­göngu með því að skoða töl­urn­ar að með því að fjár­festa í heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fíkni­sjúka og eyða biðlist­an­um er bara ansi góður biss­nes.

Ég myndi all­an dag­inn í mín­um rekstri fjár­festa fyr­ir 1 millj­arð á hvað vöxt­um sem er ef arðsem­in af því væri 15 föld ár­lega.“