Krýsuvík leggur mikið upp úr menntun og fræðslu starfsfólks og hefur verið í samstarfi við helstu meðferðarstöðvar Bandaríkjanna að undanförnu og fengið að senda starfsfólk í kynningar, fræðslu og endurmenntun á staði eins og Crossroads og Highwatch.
Í byrjun árs fór Harpa Rún Eiríksdóttir ráðgjafi á Krýsuvík í heimsókn á Crossroads meðferðastöðina og kom heim full innblásturs um heildræna nálgun að fíknivandanum. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um ferðina:
Segðu okkur aðeins frá meðferðinni hjá Crossroads?
„Crossroads er meðferðar stofnun á eyjunni Antuiga í Karabíska hafinu sem meðhöndlar fólk með fíknivanda. Meðferðin er að lágmarki þrír mánuðir. Skjólstæðingarnir eru inniliggjandi og búa á svæðinu á meðan á meðferð stendur.
Ég fór í heimsókn til Crossroads 12. Janúar til 21. Janúar á þessu ári. Ég fékk boð um að koma og taka þátt í kvenna prógrammi fyrir fagaðila sem vinna með fólki sem á við fíknivanda að stríða
Við vorum 7 konur sem komum víðsvegar að úr heiminum til að endurnýja batann okkar og kynna okkur aðferðir sem Crossroads vinna eftir. Prógrammið var byggt á fyrirlestrum, grúppu vinnu, listrænni meðferð, hreyfingu, hugleiðslu og slökun. Áhersla var lögð á að við værum virkar í öllu prógramminu sem var í boði og gæfum af okkur í grúppu vinnunni.“
Hvað stóð upp úr í ferðinni?
„Það sem stóð upp úr hjá mér var fallegt og hreint umhverfi, móttökur og utanumhald var til fyrirmyndar og hvað meðferðin þeirra er fjölbreytt. Crossroads er eins og áður sagði á fallegu eyjunni Antuiga, húsin standa við gullfallega strönd og útsýnið guðdómlegt, falleg náttúran þar í fyrirrúmi, líkt og í Krýsuvík.
Þeir sem eru í meðferð hjá Crossroads fá persónumiðaða meðferð og fjölbreytileikinn er mikill og nálgunin heildræn. Til dæmis er mikið lagt upp úr grúppuvinnu, listrænni meðferð, slökun, áfallavinnu og einstaklings viðtölum.
Skjólstæðingar hafa aðgang að sundlaug, ströndinni, nuddi, nálastungu meðferð, fjölbreyttum fyrirlestrum, AA fundum utan meðferðar svo eitthvað sé upp talið.“
Hvernig geta svona heimsóknir styrkt starfið okkar?
„Eftir heimsóknina fann ég hvað umhverfið og umgjörðin öll hjá þeim gerði mér gott. Ég fékk fullt af nýjum hugmyndum og er farin að nýta mér þær í starfi hér á Krýsuvík.
Samstarfið er nú þegar byrjað en það var íslensk kona hjá þeim i meðferð á meðan ég dvaldi þar. Eftir útskrift hjá henni byrjaði hún í eftirfylgni meðferð og fær stuðning frá Krýsuvík.“
Nýlegar athugasemdir