Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Krýsuvíkursamtakana og Meðferðarheimilisins Krýsuvík

Eftir Fréttir

FUNDARBOÐ

Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, verða
haldnir í Hafnarborg, Strandgötu 34, 220 Hafnarfirði kl. 17:00
þann 23. mars 2023.

Á dagskrá fundanna verða eftirfarandi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrslur stjórna um starfsemi félaganna árið 2022
lögð fram
3. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2022 lagðir fram til
samþykktar
4. Tillaga um nýjar samþykktir félaganna
5. Kosningar fulltrúaráða auk formanna
6. Kosningar stjórna auk formanna
7. Kosningar endurskoðenda
8. Ákvarðanir félagsgjalda
9. Önnur mál

Tillögur frá félagsmönnum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en fimm dögum
fyrir aðalfund.

Dagskrá, endanlegar tillögur, þ.á.m. drög að nýjum samþykktum, svo og ársreikningar félaganna munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins félagsmönnum til sýnis fimm dögum fyrir aðalfund.

Sérstök athygli er vakin á að tillögur um nýjar samþykktir félaganna fela í sér að heiti félaganna og rekstrarform breytist.

Félögin fái nöfnin Krýsuvíkursamtökin fta. og Meðferðarheimilið Krýsuvík fta. og munu þau í framhaldinu starfa samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.

Þá felst í breytingunum, verði þær samþykktar, að í félögunum verði starfrækt fulltrúaráð sem skipuð eru 15 einstaklingum sem
hver um sig skal kosinn til fimm ára í senn samkvæmt nánari fyrirmælum í samþykktum.

Fundarboð þetta er sent skráðum félagsmönnum í Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilinu Krýsuvík ásamt því að
vera birt opinberlega á heimasíðu félaganna og í einu víðlesnu dagblaði með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Félagsmenn geta nálgast fundargögn rafrænt viku fyrir aðalfund, með því að senda fyrirspurn á elli@krysuvik.is.

Fundargögnin verða einnig afhent á Aðalfundinum.
Hafnarfjörður, 8. febrúar 2023

Stjórn Krýsuvíkursamtakanna og Meðferðarheimilinu Krýsuvík

Skrifstofa lokuð

Eftir Fréttir

Því miður verður skrifstofan lokuð þriðjudagana 13., 20. og 27. okt vegna COVID-19. Ítreka þarf umsóknir með því að hringja í síma 565-5612 milli 10-12 þessa daga. Við munum tilkynna á heimasíðunni og Facebook síðu okkar ef loka þarf aftur viku síðar.

Áminning

Eftir Fréttir

Við viljum bara minna ykkur á að hringja og ítreka í stað þess að mæta á morgun. Við verðum til taks í síma 565 5612.

Breytt fyrirkomulag

Eftir Fréttir

Í ljósi aðstæðna ætlum við að breyta fyrirkomulaginu tímabundið á skrifstofunni hjá okkur.
Við hvetjum ykkur til þess að hringja og ítreka hjá okkur á þriðjudögum milli 10-12 í stað þess að mæta.
Við verðum til taks í síma 565 5612.