Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2023

Söfnuðu 24 milljónum á Takk deginum

Eftir Fréttir

Alls söfnuðust 24,1 milljónir króna til Krýsuvíkursamtakanna á Takk degi Fossa fjár­festingar­banka sem fram fór í níunda sinn 23. nóvember síðast­liðinn.

Viðskiptablaðið greindi frá þessu 28. nóvember:

Sam­kvæmt til­kynningu bankans var met slegið í ár líkt og í fyrra. Sam­tals hafa safnast um 114 milljónir króna frá því að fyrsti Takk dagurinn var haldinn fyrir níu árum síðan.

Stein­grímur Arnar Finns­son, for­stjóri Fossa fjár­festingar­banka, af­henti Elíasi Guð­munds­syni, fram­kvæmda­stjóra Krýsu­víkur­sam­takanna, söfnunar­féð í höfuð­stöðvum Fossa við Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

„Takk dagurinn fór fram úr okkar björtustu vonum og við erum við­skipta­vinum okkar afar þakk­lát fyrir að leggja söfnuninni lið fyrir þennan mikil­væga mál­stað, með við­skiptum og beinum fram­lögum,“ segir Stein­grímur í til­kynningu

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist“

Á Takk degi Fossa fjár­festinga­banka renna allar þóknana­tekjur vegna við­skipta dagsins til góðs mál­efnis. Auk Fossa fjár­festinga­banka taka Kaup­höllin (Nas­daq Iceland) og upp­gjörs­fyrir­tækið T Plús þátt í deginum með því að fella niður öll gjöld af við­skiptum Fossa innan dagsins og renna þau í staðinn til söfnunarinnar. Þá gefur aug­lýsinga­stofan TVIST vinnu sína sem tengist deginum.

„Þörfin fyrir með­ferðar­pláss hefur aukist og bið­listarnir lengst mikið síðustu misseri og þessi styrkur því gríðar­lega mikil­vægur fyrir okkur. Hann mun nýtast okkur til þess að bæta við plássum á­samt því að að­laga þjónustuna betur að skjól­stæðingum okkar með nýrri sér­álmu fyrir konur. Við erum Fossum og öllum sem tóku þátt, virki­lega þakk­lát fyrir fram­lagið,“ segir Elías Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Krýsu­víkur.

LESTU GREININA Í HEILD SINNI HÉR

Stoðirnar styrktar í Krýsuvík

Eftir Fréttir

Morgunblaðið fjallaði á dögunum um tilvonandi stækkun meðferðarheimilisins Krýsuvíkur.

„For­svars­menn Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna eru bjart­sýn­ir á að fram­kvæmd­um vegna stækk­un­ar meðferðar­heim­il­is­ins í Krýsu­vík ljúki snemma á næsta ári og jafn­vel í janú­ar ef vel geng­ur.

Stækk­un­in mun breyta mörgu til batnaðar í starf­inu og mun þá ganga nokkuð hressi­lega á biðlista eft­ir meðferð hjá sam­tök­un­um að sögn Elías­ar Guðmunds­son­ar fram­kvæmda­stjóra en í dag eru liðlega 100 manns á biðlista.

„Stækk­un­in ger­ir það að verk­um að við get­um stækkað um einn hóp ef svo má segja. Við get­um bætt við fjór­um her­bergj­um og tekið á móti tutt­ugu og átta manns í stað tutt­ugu og eins. Þetta mun breyta heil­miklu. Það er ótækt að við séum með 100 manns á bliðlista. Í ár fara um 55 manns í gegn hjá okk­ur og við út­skrifuðum 24. Mark­miðið er að út­skrifa stærra hlut­fall eða yfir 30 manns en árið 2022 var metár þegar við út­skrifuðum 29. Von­andi verður hægt að taka við um 70 manns á ári en um leið bæta þjón­ust­una,“ seg­ir Elías.

Sérálma fyr­ir kon­ur

Krýsu­vík­ur­sam­tök­in fá um 150 millj­ón­ir á ári á fjár­lög­um og hafa óskað eft­ir 50 millj­ón­um til viðbót­ar en eft­ir­spurn­in eft­ir meðferð í Krýsu­vík hef­ur auk­ist. Meðferðin við fíkni­vanda er lág­mark sex mánuðir í Krýsu­vík og bygg­ist hún á 12 spora kerf­inu. Þegar fram í sæk­ir fá skjól­stæðing­arn­ir tæki­færi til að vinna í úr­vinnslu áfalla sem þeir hafa orðið fyr­ir á lífs­leiðinni eins og það er orðað á vef sam­tak­anna. „Stærsta áþreif­an­lega breyt­ing­in í hús­inu er að aðgreina meðferðina mun bet­ur og styrkja kvennameðferðina í leiðinni,“ seg­ir Elías en opnuð verður sérálma fyr­ir kon­ur í meðferð. Kon­ur koma gjarn­an í meðferðina með stærri áfalla­sögu en hafa verið tals­vert færri en karl­arn­ir.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu 18.11.23

TIL AÐ STYRKJA STARFIÐ SMELLTU HÉR

Umfjöllun um Ópíóða í Kveik

Eftir Fréttir

Kveikur gerði fræðandi og athyglisverðan þátt um daginn um ópíóíða fíknifaraldinn. Í þættinum heimsóttu þeir meðal annars Krýsuvík. En hér hjá okkur leita sífellt fleiri sér hjálpar vegna hvers kyns Ópíóða-fíknar.

„Það eru um 20% af okkar skjólstæðingum þar sem þetta er fyrsta efni. Oxý, morfín, og bensó-lyf. Og oxý þar í miklum meirihluta,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur. Hann segir að ópíóíða-fíkn sé erfið að eiga við og að árangurinn af meðferðinni sé ekki eins góður og af meðferð við annars konar fíkn.

„Þetta er alveg nýtt breed, ef maður má orða það þannig. Ég er búinn að vera í þessum bransa í 25 ár, og allt nýtt sem hefur komið inn síðan skilur maður, en ég tengi ekki alveg við þessa neyslu,“ segir Elías.

HORFÐU Á ÞÁTTINN Í HEILD SINNI HÉR