Skip to main content
All Posts By

elias

Umfjöllun um Ópíóða í Kveik

Eftir Fréttir

Kveikur gerði fræðandi og athyglisverðan þátt um daginn um ópíóíða fíknifaraldinn. Í þættinum heimsóttu þeir meðal annars Krýsuvík. En hér hjá okkur leita sífellt fleiri sér hjálpar vegna hvers kyns Ópíóða-fíknar.

„Það eru um 20% af okkar skjólstæðingum þar sem þetta er fyrsta efni. Oxý, morfín, og bensó-lyf. Og oxý þar í miklum meirihluta,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur. Hann segir að ópíóíða-fíkn sé erfið að eiga við og að árangurinn af meðferðinni sé ekki eins góður og af meðferð við annars konar fíkn.

„Þetta er alveg nýtt breed, ef maður má orða það þannig. Ég er búinn að vera í þessum bransa í 25 ár, og allt nýtt sem hefur komið inn síðan skilur maður, en ég tengi ekki alveg við þessa neyslu,“ segir Elías.

HORFÐU Á ÞÁTTINN Í HEILD SINNI HÉR

Tæpar 5 milljónir söfnuðust

Eftir Fréttir

Lár­us Weld­ing, stjórnarformaður Krýsuvíkur, safnaði hæstu upp­hæðinni í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka, alls rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna fyrir Krýsuvík. Elli framkvæmdastjóri Krýsuvíkur skoraði á Lárus að hlaupa á undir tveimur og safna 3 milljónum og það tókst.

Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri samtakanna hljóp einnig hálfmaraþon og samtals safnaði hann, starfsfólk hans og stjórn yfir fimm milljónum króna fyrir Krýsuvík.

Brot úr grein á mbl.is

„Við erum að gera þetta núna því við erum að hefja söfn­un. Þetta er byrj­un­in, við þurf­um meira svona 30-40 millj­ón­ir. Við þurf­um að fjölga pláss­un­um í skól­an­um, úr 21 í 28. Við þurf­um stærri samn­ing við ríkið til að geta ráðið ráðgjafa og vökt­un,“ seg­ir Lár­us.

„Við hvetj­um heil­brigðis- og fé­lags­málaráðuneyt­in til að koma til okk­ar með stærri samn­ing. Ég mun hringja í þá á mánu­dags­morg­un,“ seg­ir Lár­us. Enn er hægt að heita á Lár­us og styrkja Krýsu­vík­ur­sam­tök­in á vef Reykja­vík­ur­m­araþons­ins.

Hlaupið til styrktar Krýsuvíkur

Eftir Fréttir

Starfsfólk, stjórnarmenn og skjólstæðingar Krýsuvíkur ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krýsuvíkur þann 19. ágúst næstkomandi. Mikill metnaður er í liðinu og undirbúningur í gangi

Smelltu HÉR til að heita á liðið okkar og þar með styrkja Meðferðarheimilið Krýsuvík til stækkunar svo hægt sé að taka fleiri inn til meðferðar

 

 

Vel heppnaður Fulltrúaráðsdagur

Eftir Fréttir

Þann 30. maí síðastliðinn var haldin fulltrúaráðsdagur Krýsuvíkur. Þar buðum við fulltrúaráðinu, meðlimum stjórnar, pólitíkusum og öðrum áhugasömum að koma til Krýsuvíkur og skoða aðstöðuna, hlusta á tölu frá stjórnarformanni og framkvæmdastjóra um breytingar sem hafa verið gerðar nýverið og framtíðarsýn og stefnu sem áætluð er. Deginum lauk með áhrifaríkum reynslusögum frá fyrri skjólstæðingum Krýsuvíkur sem hafa náð árangri í meðferðinni.

Dagurinn var allur vel heppnaður og lauk með kaffi og kökum.

sjá myndir:

 

KRÝSUVÍK; Félag til almannaheilla

Eftir Fréttir

Sameiginlegur aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna var haldinn á vormánuðunum í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Fundurinn var markverður og stórar breytingar á skipulagi samtakanna áttu sér stað.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að viðhafa breytingar á stjórnskipulagi samtakanna sem felast í því að heiti félaganna og rekstrarform breytast. Félögin fái nöfnin Krýsuvíkursamtökin ýta. , Meðferðarheimilið Krýsuvík ýta. , Og munu þau í framhaldinu starfa samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. Lögð var rík áhersla á að með tilkomu af þessum breytingum skapist festa í lagalegri umgjörð Krýsuvíkursamtakanna. Einnig voru þær meginbreytingar gerðar að í félögunum verði starfrækt fulltrúaráð, sem skipað er 15 einstaklingum sem hver um sig skuli kosinn samkvæmt nánari fyrirmælum í samþykktum. Og þrír til fimm ára.

Út frá nýjum samþykktum félaganna voru frambjóðendur tilkynntir og sjálfskipaðir í fulltrúaráð, þar sem aðrir hefðu ekki gefið kost á sér til setu í fulltrúaráðum félaganna.

·      Árni Guðmundsson

·      Ásthildur Sturludóttir

·      Dr. Ársæll Már Arnarson

·      Björg Fenger

·      Brynja Dan Gunnarsdóttir

·      Dagný Berglind Gísladóttir

·      Gestur Pálmason

·      Guðrún Magnúsdóttir

 

·      Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

·      Kristinn Geirsson

·      Lárus Welding

·      Ólafur Sveinsson

·      Rakel Garðarsdóttir

·      Dr. Sigrún Sigurðardóttir

·      Valgeir Ástráðsson

 

 

Kosið var til stjórn félagsins en eftirfarandi einstaklingar voru þeir einu sem buðu sig fram og því var sjálfkjörið í stjórnina:

Lárus Welding (stjórnarformaður), Árni Guðmundsson, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dagný Berglind Gísladóttir og Kristinn Geirsson.

Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2022 samþykktur eftir að og lögð áhersla á að rekstur ársins væri í takti við áætlanir hjá Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilisins Krýsuvík. Var þetta í fyrsti ársreikningur Krýsuvíkur sem fór í gengum fulla endurskoðun hjá KPMG og var hann samþykktur athugasemdalaust frá þeim.

Ólafur Sveinsson stjórnarformaður, kynnti skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og fór yfir meginatriði úr starfsemi samtakanna og jafnframt tilgreindi að fyrirliggjandi væru tillögur til breytinga á stjórnskipulagi samtakanna. Ólafur lauk máli sínu með því að þakka starfsfólki Krýsuvíkur fyrir vel unnin störf, og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalfundurinn markaði tímamót í sögu Krýsuvíkur, með tilkomu nýs fulltrúaráðs þá getur endureysn samtakana hafist og þau ennfremur byggt sterkar stoðir undir það góða starf sme þau hafa unnið á undarförnum áraum.

Ólafur Sveinsson stjórnarformaður, kynnti skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og fór yfir meginatriði úr starfsemi samtakanna og jafnframt tilgreindi að fyrirliggjandi væru tillögur til breytinga á stjórnskipulagi samtakanna. Ólafur lauk máli sínu með því að þakka starfsfólki Krýsuvíkur fyrir vel unnin störf, og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalfundurinn markaði tímamót í sögu Krýsuvíkur, með tilkomu nýs fulltrúaráðs þá getur endurreisn samtakanna hafist og þau enn fremur byggt sterkar stoðir undir það góða starf sme þau hafa unnið á undanförnum árum.

Aðalfundur Krýsuvíkursamtakana og Meðferðarheimilisins Krýsuvík

Eftir Fréttir

FUNDARBOÐ

Aðalfundir Krýsuvíkursamtakanna, kt. 610486-1699, og Meðferðarheimilisins Krýsuvík, kt. 560991-1189, verða
haldnir í Hafnarborg, Strandgötu 34, 220 Hafnarfirði kl. 17:00
þann 23. mars 2023.

Á dagskrá fundanna verða eftirfarandi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrslur stjórna um starfsemi félaganna árið 2022
lögð fram
3. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2022 lagðir fram til
samþykktar
4. Tillaga um nýjar samþykktir félaganna
5. Kosningar fulltrúaráða auk formanna
6. Kosningar stjórna auk formanna
7. Kosningar endurskoðenda
8. Ákvarðanir félagsgjalda
9. Önnur mál

Tillögur frá félagsmönnum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en fimm dögum
fyrir aðalfund.

Dagskrá, endanlegar tillögur, þ.á.m. drög að nýjum samþykktum, svo og ársreikningar félaganna munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins félagsmönnum til sýnis fimm dögum fyrir aðalfund.

Sérstök athygli er vakin á að tillögur um nýjar samþykktir félaganna fela í sér að heiti félaganna og rekstrarform breytist.

Félögin fái nöfnin Krýsuvíkursamtökin fta. og Meðferðarheimilið Krýsuvík fta. og munu þau í framhaldinu starfa samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.

Þá felst í breytingunum, verði þær samþykktar, að í félögunum verði starfrækt fulltrúaráð sem skipuð eru 15 einstaklingum sem
hver um sig skal kosinn til fimm ára í senn samkvæmt nánari fyrirmælum í samþykktum.

Fundarboð þetta er sent skráðum félagsmönnum í Krýsuvíkursamtökunum og Meðferðarheimilinu Krýsuvík ásamt því að
vera birt opinberlega á heimasíðu félaganna og í einu víðlesnu dagblaði með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Félagsmenn geta nálgast fundargögn rafrænt viku fyrir aðalfund, með því að senda fyrirspurn á elli@krysuvik.is.

Fundargögnin verða einnig afhent á Aðalfundinum.
Hafnarfjörður, 8. febrúar 2023

Stjórn Krýsuvíkursamtakanna og Meðferðarheimilinu Krýsuvík