fimmtudagur 23. maÝ 05 2019

Verkefnið X Ísland mun í ágúst 2012 hlaupa þvert yfir Ísland.

Verkefnið er til styrktar Krýsuvíkursamtökunum og felst í því að hlaupa þvert yfir Ísland frá Langanesi að Reykjanessvita.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá saman stendur hópurinn X Ísland eða Cross Ísland af nokkrum vel útvöldum einstaklingum og starfsmönnum, þó aðallega einum manni sem í daglegu tali kallast Bjössi en heitir fullu nafni Björn Ragnarsson og mun Björn sjá um allt hlaupið.

Bjössi er ráðgjafi hjá Krýsuvíkursamtökunum í fullustarfi og ökukennari í hlutastarfi.
Bjössi hefur verið að hlaupa mikið síðustu ár og kláraði meðal annars 100 Km í fyrra.
Markmiðið er að hlaupa þvert yfir landið og safna áheitum til styrktar Krýsuvíkursamtakanna.

Planið er að opna "Live stream" svo hægt verði að fylgjast með ferðinni á netinu, GPS punktum og yfirferð. Einnig reynum við að setja inn video dagsins eins og hægt er.

Til að heita á Bjössa er nóg að gera "Like" á facebooksíðu X Ísland og henda inn á vegginn hvað þið viljið heita á hann. Við tökum síðan saman í lista til að hafa þetta einfaldara.

Slóð á Facebook síðuna hér

Einnig er hægt að senda tölvupóst á xisland@krysuvik.is

Einnig verður hægt að leggja beint inn á reikning Krýsuvíkursamtakanna 545-14-403636 kt. 610486-1699

Við munum leyfa öllum vinum,kunningjum og örðum sem hafa áhuga á að fylgjast með undirbúningum hér á síðunni og á facebooksíðunni. Mikið er að plana og mikið að hugsa fyrir. Við (teymið sem aðstoðar við skipulaggningu og framkvæmd) erum að setja saman lista yfir helstu hluti sem þarf að hafa með í slíka ferð sem og ferðaáætlun.